Konur sem kjósa tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 09:01 Konur sem kjósa eftir Snæfríði Þorsteins, Hildigunni Gunnarsdóttur og Agnar Frey Stefánsson hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021. Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! Í umsögn dómnefndar segir: „Konur sem kjósa er metnaðarfullur prentgripur þar sem kosningabaráttu kvenna á Íslandi undanfarin hundrað ár eru gerð ítarleg skil í máli og myndum. Hönnun og umbrot er eftir grafísku hönnuðina Snæfríði Þorsteins, Hildigunnar Gunnarsdóttur og Agnars Freys Stefánssonar. Nálgun við viðfangsefnið einkennist af virðingu og verkinu er sköpuð viðeigandi og eftirtektarverð umgjörð. Rauði liturinn setur tóninn og framúrskarandi leturmeðferð og gott næmi fyrir myndrænum frásagnarstíl kjarna og myndgera pólitískan baráttuanda íslenskra kvenna, og þungavigt hans í sögulegu samhengi, í vel gerðum og aðgengilegum en jafnframt sérstæðum prentgrip.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau öll hér á Vísi. Klippa: Konur sem kjósa tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Um verkefnið Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Titillinn vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélagið allt. Sjónum er beint að einu kosningaári á hverjum áratug og þannig teknar ellefu sneiðmyndir af sögu kvenna undanfarin hundrað ár. Um hönnuðina Snæfríð og Hildigunnur hafa starfrækt saman hönnunarstúdíó frá árinu 2002 og unnið að fjölbreyttum verkefnum tengt listum, arkitektúr og menningu í gegnum tíðina. Snæfríð stundaði nám í iðnhönnun og grafískri hönnun við ESDI (École Supérieure de Design Industriel) í París og Hildigunnur er menntaður grafískur hönnuður frá ArtEZ Hogeschool voor de kunsten í Hollandi. Agnar Freyr Stefánsson er á lokaári sínu í grafísku hönnunardeildinni í konunglega Listaháskólanum í Den Haag (e.the Royal Academy of Art, The Hague). Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Landsvirkjun , Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins . Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Næstu daga munum við svipta hulunni af tilnefningum ársins 2021 hér á Vísi en verðlaunaafhending og málþing því tengt mun fara fram í Grósku þann 29. október næstkomandi. Takið daginn frá! Í umsögn dómnefndar segir: „Konur sem kjósa er metnaðarfullur prentgripur þar sem kosningabaráttu kvenna á Íslandi undanfarin hundrað ár eru gerð ítarleg skil í máli og myndum. Hönnun og umbrot er eftir grafísku hönnuðina Snæfríði Þorsteins, Hildigunnar Gunnarsdóttur og Agnars Freys Stefánssonar. Nálgun við viðfangsefnið einkennist af virðingu og verkinu er sköpuð viðeigandi og eftirtektarverð umgjörð. Rauði liturinn setur tóninn og framúrskarandi leturmeðferð og gott næmi fyrir myndrænum frásagnarstíl kjarna og myndgera pólitískan baráttuanda íslenskra kvenna, og þungavigt hans í sögulegu samhengi, í vel gerðum og aðgengilegum en jafnframt sérstæðum prentgrip.“ Blóð Stúdíó framleiddi og leikstýrði myndbandi um öll verkefnin sem tilnefnd eru í ár og birtast þau öll hér á Vísi. Klippa: Konur sem kjósa tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 Um verkefnið Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Titillinn vísar til kosningaréttarins en einnig til þess hvernig konur sköpuðu sér rými til að móta eigið líf og samfélagið allt. Sjónum er beint að einu kosningaári á hverjum áratug og þannig teknar ellefu sneiðmyndir af sögu kvenna undanfarin hundrað ár. Um hönnuðina Snæfríð og Hildigunnur hafa starfrækt saman hönnunarstúdíó frá árinu 2002 og unnið að fjölbreyttum verkefnum tengt listum, arkitektúr og menningu í gegnum tíðina. Snæfríð stundaði nám í iðnhönnun og grafískri hönnun við ESDI (École Supérieure de Design Industriel) í París og Hildigunnur er menntaður grafískur hönnuður frá ArtEZ Hogeschool voor de kunsten í Hollandi. Agnar Freyr Stefánsson er á lokaári sínu í grafísku hönnunardeildinni í konunglega Listaháskólanum í Den Haag (e.the Royal Academy of Art, The Hague). Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021. Næstu daga verður hulunni svipt af tilnefningum ársins en afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021 fer fram þann 29. október í Grósku ásamt málþingi tengt verðlaunum. Nánari upplýsingar síðar en takið daginn frá. Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands , Listaháskóla Íslands , Landsvirkjun , Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins .
Tíska og hönnun Hönnunarverðlaun Íslands Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira