Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 11:31 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem Rikki G íþróttafréttamaður stýrir ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Þungavigtin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift. KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.
KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira