Tillaga Sjálfstæðisflokksins brot á innkaupareglum borgarinnar Sabine Leskopf skrifar 6. október 2021 17:31 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um útboð allra þátta stafrænnar umbreytingar var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Ekki var hægt að bregðast öðruvísi við og komu hörkuleg viðbrögð, m.a. frá dómsmálaráðherra, á óvart en hún taldi málið vera „til skammar“. En svo virðist að slík viðbrögð sem og tillagan sjálf byggi á töluverðri vanþekkingu í málinu. Málið býður kannski upp á ofureinfalda nálgun – „borgin er ekki til að bjóða allt verkefnið út eins og ríkið gerir“ og er þetta nálgun í pólítiskri umræðu sem oft hefur verið tengd popúlisma eða áróðri: að ná athygli en treysta á það að fólk nenni ekki að kynna sér smáa letrið. Fyrir alla sem kynna sér miklu flóknari veruleika verkefnisins, lög og ramma sem gilda fyrir innkaup hins opinbera, þá lítur þetta nefnilega allt öðruvísi út. Stafræn umbreyting er afar framsækið verkefni Reykjavíkurborgar sem mun margborga sig og skila sér í betri þjónustu við borgarbúa. Borgin nýtur sér útboð og fleiri innkaupaferla til að ná í þekkingu og vöruframboð á markaðnum á bestu mögulegum kjörum. Af þeim 10 milljörðum sem samþykktar eru fyrir verkefnið verða tæplega 80% varið í innkaup af tækjum og þjónustu. Að láta eins og Reykjavíkurborg ætli sér einungis að styðjast við innanhúslausnir byggist sem sagt á misskilningi og rangfærslum. Öfugt við það sem dómsmálaráðherra heldur fram þá er stafræna umbreytingin hjá borginni af allt öðrum toga en hjá ríkinu. Verkefni ríkisins „Stafrænt Ísland“ er miklu meira forritunarverkefni og eðlilegt að bjóða það út. Verkefnið hefur hins vegar ekkert með innleiðingu breytinganna þar sem þjónustan fer fram að gera. Hjá borginni vinna meira en 9000 manns á fleiri hundruð starfsstöðvum sem þurfa að geta unnið með kerfinu og ferlum. Að innleiða og leiða slíkar breytingar í störfum allra án þess að hafa innanhúsþekkingu væri fráleitt. Og þess vegna fer borgin nákvæmlega sömu leið og leiðandi fyrirtæki á markaði eins og bankar og tryggingafélög. Verkefnið hefur farið í gegnum umfangsmikla greiningu á kostnaði, öryggi, áreiðanleika og áhættu í samráði við ráðgjafa innanlands sem utan. Hversu vel þetta hefur verið unnið sýnir sig kannski í því að Reykjavíkurborg er á meðal sex borga í þriggja ára nýsköpunarverkefni sem ber nafnið „Build Back Better“ og mun fá fjárframlag upp á 2,2 milljónir bandaríkjadala frá Bloomberg Philantrophies. Í umræðunni benti ég fulltrúum minnihlutans einnig en án árangurs á að tillagan væri einfaldlega brot á innkaupareglum Reykjavíkurborgar. Tillagan, sem hljóðaði upp á að Innkaupasviði Reykjavíkurborgar yrði falið að vinna að útboðum, samræmist ekki innkaupareglum borgarinnar. Tillagan fól í sér brot á 5. gr. reglnanna þar sem skilgreint er hver hefur umsjón með innkaupum borgarinnar, sem og hver veitir ráðgjöf og hefur eftirlit með innkaupum. Borgarstjórn hefði einfaldlega ekki verið heimilt að samþykkja tillöguna og fela Innkaupaskrifstofu að vinna að útboðum á grundvelli Innkaupareglna Reykjavíkurborgar. Útboð er hins vegar ekki heldur töfralausn – segjum að í sértæku verkefni komi einfaldlega bara eitt fyrirtæki til greina. Ef við bjóðum samt út, þá eru það ekki geimvísindi að þetta fyrirtæki veit þetta nákvæmlega eins og við og mundi bjóða himinhátt verð sem við yrðum þá að taka. Þannig að það gæti verið stórtap að bjóða allt út án greiningar eins og tillagan gerði ráð fyrir. Þessi þarfa- og kostnaðargreining fór hins vegar fram á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviði og í samræmi við innkaupareglur borgarinnarnar. Fram undan er vinna sem mun bæta, rafvæða og einfalda þjónustu Reykjavíkur í þágu borgarbúa – og spara peninga um leið. Höfundur er formaður innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun