Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 58-66| Nýliðarnir sigruðu Hauka í fyrsta leik Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2021 23:10 Elísabeth Ýr Ægisdóttir og félagar hennar í Haukum hafa verið að spila vel að undanförnu. Vísir/Bára Dröfn Njarðvík vann Hauka í fyrstu umferð Subway-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi þrátt fyrir að vera afar kaflaskiptur. Í 4. leikhluta gerði Njarðvík ellefu stig í röð og unnu á endanum sanngjarnan sigur 58-66. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti. Gestirnir hittu nánast úr hverri einustu sókn til að byrja með leiks. Eftir tæplega fjórar mínútur var staðan 6-15 og þá tók Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé. Heimakonur áttu ágætis rispu undir lok fyrsta leikhluta og minnkuðu muninn í sex stig. Haukar voru allsráðandi í byrjun annars leikhluta og komust yfir 21-19. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá leikhlé og við það breyttist leikurinn. Njarðvík tók öll völd á vellinum eftir leikhlé Rúnars. Njarðvík gerði tíu síðustu stigin í fyrri hálfleik og var staðan 21-29 í hálfleik. Haiden Palmer var áberandi slakasti leikmaður Hauka í fyrri hálfleik. Haukakonur voru töluvert sterkari í 3. leikhluta. Þær skrúfuðu upp hraðann í leiknum ásamt því að þétta vörnina. Það var áberandi á þessum tíu mínútna kafla hvað Njarðvík þurfti að hafa talsvert meira fyrir hverri körfu en áður. Þrátt fyrir góðan leikhluta hjá Haukum var Njarðvík stigi yfir þegar haldið var í síðasta leikhluta. Í 4. leikhluta byrjuðu liðin á að skiptast á körfum og jafnræði var með liðunum þar til í stöðunni 49-49. Njarðvík tók þá öll völd á vellinum og gerði næstu ellefu stig. Þá var staðan orðin 49-60. Njarðvík náði að halda leikinn út þrátt fyrir stutt áhlaup Hauka og lokatölur 58-66. Af hverju vann Njarðvík Njarðvík spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik. Þær héldu Haukum í 21 stigi í fyrri hálfleik sem má teljast afar vel af sér vikið. Njarðvík sýndi mikinn karakter í 4.leikhluta þegar leikurinn var jafn og aðeins fjórar mínútur eftir af leiknum. Njarðvík gerði þá ellefu stig í röð. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier átti stórleik. Hún gerði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mögnuð frammistaða. Diane Diene gerði 16 stig og tók 8 fráköst. Diane Diene setti mikilvæga þriggja stiga körfu í 4.leikhluta á afar mikilvægu augnabliki. Hvað gekk illa? Haiden Palmer var áberandi lélegasti leikmaður Hauka í fyrri hálfleik. Haiden Palmer endar leikinn með 11 stig. Hún hitti úr 27 prósent skota sinna utan af velli. Það vantaði meira framlag frá öllum lykilleikmönnum Hauka. Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst í liði Hauka með 13 stig. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Njarðvík og Fjölnir í Ljónagryfjunni. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Haukar fara í Blue-höllina og mæta Keflavík á sunnudaginn klukkan 20:15. Rúnar Ingi: Sterkt að mæta í Ólafssal og vinna fyrsta leik Rúnar Ingi Erlingsson var ángæður með sigur kvöldsinsFacebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með fyrsta sigurinn í Subway-deildinni. „Það var virkilega sterkt að mæta í Ólafssal og vinna leikinn. Ég talaði um það fyrir leik að við ætluðum að spila góða vörn og mér fannst það heppnast,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík byrjaði leikinn afar vel og voru snemma komnar tíu stigum yfir. „Það er eflaust erfitt fyrir lið eins og Hauka að mæta nýliðum í fyrstu umferð. Þrátt fyrir að við komum þeim á óvart í byrjun leiks þá eru þær góðar og náðu tökum á leiknum. Það var ákveðinn sigur fyrir okkur að vinna háspennuleik.“ Rúnar Ingi hrósaði karakter liðsins og var ánægður með hvernig hans konur svöruðu áhlaupum Hauka. „Þetta var karakter sigur. Það hefði verið auðvelt að brotna sérstaklega miðað við síðasta tímabil hjá okkur þar sem við höndluðum mótlæti illa,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Subway-deild kvenna Haukar UMF Njarðvík
Njarðvík vann Hauka í fyrstu umferð Subway-deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi þrátt fyrir að vera afar kaflaskiptur. Í 4. leikhluta gerði Njarðvík ellefu stig í röð og unnu á endanum sanngjarnan sigur 58-66. Njarðvík byrjaði leikinn af miklum krafti. Gestirnir hittu nánast úr hverri einustu sókn til að byrja með leiks. Eftir tæplega fjórar mínútur var staðan 6-15 og þá tók Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, leikhlé. Heimakonur áttu ágætis rispu undir lok fyrsta leikhluta og minnkuðu muninn í sex stig. Haukar voru allsráðandi í byrjun annars leikhluta og komust yfir 21-19. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, tók þá leikhlé og við það breyttist leikurinn. Njarðvík tók öll völd á vellinum eftir leikhlé Rúnars. Njarðvík gerði tíu síðustu stigin í fyrri hálfleik og var staðan 21-29 í hálfleik. Haiden Palmer var áberandi slakasti leikmaður Hauka í fyrri hálfleik. Haukakonur voru töluvert sterkari í 3. leikhluta. Þær skrúfuðu upp hraðann í leiknum ásamt því að þétta vörnina. Það var áberandi á þessum tíu mínútna kafla hvað Njarðvík þurfti að hafa talsvert meira fyrir hverri körfu en áður. Þrátt fyrir góðan leikhluta hjá Haukum var Njarðvík stigi yfir þegar haldið var í síðasta leikhluta. Í 4. leikhluta byrjuðu liðin á að skiptast á körfum og jafnræði var með liðunum þar til í stöðunni 49-49. Njarðvík tók þá öll völd á vellinum og gerði næstu ellefu stig. Þá var staðan orðin 49-60. Njarðvík náði að halda leikinn út þrátt fyrir stutt áhlaup Hauka og lokatölur 58-66. Af hverju vann Njarðvík Njarðvík spilaði frábæra vörn í fyrri hálfleik. Þær héldu Haukum í 21 stigi í fyrri hálfleik sem má teljast afar vel af sér vikið. Njarðvík sýndi mikinn karakter í 4.leikhluta þegar leikurinn var jafn og aðeins fjórar mínútur eftir af leiknum. Njarðvík gerði þá ellefu stig í röð. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier átti stórleik. Hún gerði 25 stig, tók 14 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Mögnuð frammistaða. Diane Diene gerði 16 stig og tók 8 fráköst. Diane Diene setti mikilvæga þriggja stiga körfu í 4.leikhluta á afar mikilvægu augnabliki. Hvað gekk illa? Haiden Palmer var áberandi lélegasti leikmaður Hauka í fyrri hálfleik. Haiden Palmer endar leikinn með 11 stig. Hún hitti úr 27 prósent skota sinna utan af velli. Það vantaði meira framlag frá öllum lykilleikmönnum Hauka. Bríet Sif Hinriksdóttir var stigahæst í liði Hauka með 13 stig. Hvað gerist næst? Næsta sunnudag mætast Njarðvík og Fjölnir í Ljónagryfjunni. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Haukar fara í Blue-höllina og mæta Keflavík á sunnudaginn klukkan 20:15. Rúnar Ingi: Sterkt að mæta í Ólafssal og vinna fyrsta leik Rúnar Ingi Erlingsson var ángæður með sigur kvöldsinsFacebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með fyrsta sigurinn í Subway-deildinni. „Það var virkilega sterkt að mæta í Ólafssal og vinna leikinn. Ég talaði um það fyrir leik að við ætluðum að spila góða vörn og mér fannst það heppnast,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík byrjaði leikinn afar vel og voru snemma komnar tíu stigum yfir. „Það er eflaust erfitt fyrir lið eins og Hauka að mæta nýliðum í fyrstu umferð. Þrátt fyrir að við komum þeim á óvart í byrjun leiks þá eru þær góðar og náðu tökum á leiknum. Það var ákveðinn sigur fyrir okkur að vinna háspennuleik.“ Rúnar Ingi hrósaði karakter liðsins og var ánægður með hvernig hans konur svöruðu áhlaupum Hauka. „Þetta var karakter sigur. Það hefði verið auðvelt að brotna sérstaklega miðað við síðasta tímabil hjá okkur þar sem við höndluðum mótlæti illa,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum