„Er misskilningur lygi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2021 12:40 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi og formaður nýsköpunarráðs borgarinnar. Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“ Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“
Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira