Janus Daði sagður á leið til norska ofurliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 12:30 Janus Daði Smárason ku vera búinn að semja við Kolstad í Noregi. getty/Harry Langer Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, gæti verið á förum til væntanlegs ofurliðs Kolstad í Noregi. Forráðamenn Kolstad eru stórhuga og eru með ofurlið í smíðum, svipað og Álaborg í Danmörku er að gera. Janus er einn þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við Kolstad og samkvæmt heimildum Instagram-síðunnar Handball Leaks gengur hann í raðir norska liðsins næsta sumar þegar samningur hans við Göppingen í Þýskalandi rennur út. According to unconfirmed information of handball.leaks (Instagram) the Icelandic national player of Frisch AUF! Göppingen, Janus Smarason, joins the Norwegian league club Kolstad Håndball from the upcoming season.#handball pic.twitter.com/aPdAFEJYJl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 6, 2021 Janus fór í aðgerð á öxl í febrúar og sneri aftur á völlinn í haust. Hann hefur leikið alla fimm leiki Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Göppingen er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Samherji Janusar í landsliðinu, Sigvaldi Guðjónsson, hefur einnig verið orðaður við Kolstad. Hann þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Elverum um tveggja ára skeið við góðan orðstír. Stærsta nafnið sem hefur verið orðað við Kolstad er Sander Sagosen, einn besti handboltamaður heims. Samkvæmt heimildum Handball Leaks snýr hann aftur til uppeldisfélags síns sumarið 2023. Meðal annarra leikmanna sem eru í sigtinu hjá Kolstad eru norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud, norsku landsliðsmennirnir Kent Robin Tönnesen og Magnus Fredriksen, danski hornamaðurinn Sebastian Barthold og Jonathan Carlsbogård, skytta sænska landsliðsins. Draumur forráðamanna Kolstad er að fá Christian Berge, þjálfara norska karlalandsliðsins, til að stýra liðinu. Forráðamenn norska handknattleikssambandsins vilja hins vegar ekki að hann stýri félagsliði meðfram landsliðinu. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Forráðamenn Kolstad eru stórhuga og eru með ofurlið í smíðum, svipað og Álaborg í Danmörku er að gera. Janus er einn þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við Kolstad og samkvæmt heimildum Instagram-síðunnar Handball Leaks gengur hann í raðir norska liðsins næsta sumar þegar samningur hans við Göppingen í Þýskalandi rennur út. According to unconfirmed information of handball.leaks (Instagram) the Icelandic national player of Frisch AUF! Göppingen, Janus Smarason, joins the Norwegian league club Kolstad Håndball from the upcoming season.#handball pic.twitter.com/aPdAFEJYJl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 6, 2021 Janus fór í aðgerð á öxl í febrúar og sneri aftur á völlinn í haust. Hann hefur leikið alla fimm leiki Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Göppingen er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Samherji Janusar í landsliðinu, Sigvaldi Guðjónsson, hefur einnig verið orðaður við Kolstad. Hann þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Elverum um tveggja ára skeið við góðan orðstír. Stærsta nafnið sem hefur verið orðað við Kolstad er Sander Sagosen, einn besti handboltamaður heims. Samkvæmt heimildum Handball Leaks snýr hann aftur til uppeldisfélags síns sumarið 2023. Meðal annarra leikmanna sem eru í sigtinu hjá Kolstad eru norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud, norsku landsliðsmennirnir Kent Robin Tönnesen og Magnus Fredriksen, danski hornamaðurinn Sebastian Barthold og Jonathan Carlsbogård, skytta sænska landsliðsins. Draumur forráðamanna Kolstad er að fá Christian Berge, þjálfara norska karlalandsliðsins, til að stýra liðinu. Forráðamenn norska handknattleikssambandsins vilja hins vegar ekki að hann stýri félagsliði meðfram landsliðinu.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira