Enginn árangur án breytinga á orkustefnu heimsins Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2021 19:41 Ólafur Ragnar Grímsson segir mikið hafa breyst frá fyrsta þingi Hringborðs norðurslóða. Nú viðurkenni allar þjóðir loftslagsbreytingar af mannavöldum. Stöð 2/Arnar Formaður Hringborðs norðurslóða segir að ef ekki takist að breyta orkukerfum heimsins náist aldrei árangur í baráttunni gegn loftlagsbreytingunum. Þing Hringborðsins í Hörpu í næstu viku sé mjög mikilvægt í aðdraganda loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það hefur ekki verið mikið um ráðstefnuhald í Hörpu frá því kórónuveirufaraldurinn skall á í byrjun síðasta árs. En í næstu viku koma allir helstu leikaðilar loftlagsmála í heiminum saman þar við Hringborð norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle segir það ekki hafa verið gefið að þing Arctic Circle gæti farið fram. Það var síðast haldið í október 2019, nokkrum mánuðum áður en kórónuveirufaraldurinn skall á með fullum þunga. „Við tókum mikla áhættu fyrir hálfu ári þegar við ákváðum að setja á fullt. En nú er þetta að takast. Í næstu viku verða hér yfir þúsund manns frá um fimmtíu löndum," segir Ólafur Ragnar. Þetta sé forystufólk í stjórnmálum, vísindum, viðskiptum og umhverfismálum. „Og verður stærsti alþjóðlegi vettvangur til að koma saman í Evrópu með þessum hætti frá því faraldurinn byrjaði fyrir tæpum tveimur árum. Og alstærsti vettvangur norðurslóða á undanförnum árum,“ segir forsetinn fyrrverandi sem hleypti Hringborði norðurslóða – Arctic Circle af stokkunum árið 2013. Hringborð norðurslóða - Arctic Circle dagana 14. til 17. október verður fyrsta stóra ráðstefnan í Evrópu um norðurslóðamálefni frá því áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.Vísir/Vilhelm Það sé ánægjulegt að allt þetta fólk komi saman í Reykjavík til að ræða framtíð norðurslóða og loftlagsins í aðdragaanda loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar í mánuðinum. En vísindamenn segja að þar hafi þjóðir heims eitt síðustu tækifæranna til að snúa loftslagsþróuninni við. „Það verður mjög ofarlega í huga þeirra sem hingað koma í næstu viku. Er ein megin ástæða þess að Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands kemur hingað og flytur ræðu á opnunarsamkomu þingsins,“segir Ólafur Ragnar. Hún muni flytja mikilvægan boðskap í aðdraganda loftlagsráðstefnunnar í Glasgow. Formaður Hringborðs norðurslóða segir mikið hafa breyst frá því fyrsta Hringborðsþingið fór fram í Hörpu árið 2013. Framlína loftlagsbreytinganna sé á norðurslóðum og þær til dæmis verið eitt helsta umræðuefni nýlegs leiðtogafundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna. „Meginþörfin er að breyta orkukerfi heimsins. Ef við breytum ekki orkukerfi heimsins náum við aldrei árangri í þessari baráttu. Það er ástæðan fyrir því að orkumálin verða á dagskrá hér á norðurslóðaþinginu í Hörpu í næstu viku með margvíslegum hætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Orkumál Loftslagsmál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21 Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Fyrstu niðurstöður viðamesta leiðangurs sögunnar á Norðurskautið voru kynntar á webinar hjá Hringborði norðurslóða, Arctic Circle, í dag. Hann staðfestir miklar breytingar sem muni meðal annars stuðla að aukinni tíðni ofsaveðra um allan heim. 27. október 2020 19:21
Alvarlegustu áhrif hlýnun jarðar í kringum þriðja pólinn Kínverskur vísindamaður, sem fjallaði um málið á Arctic Circle, segir bráðnunina þar mun hraðari en á hinum pólunum. Veldur það áður óþekktum hamförum og búferlaflutningum. 13. október 2019 20:45