Lífið

Sóttkví setti strik í reikninginn þegar Óskar og Berglind leituðu að draumaeigninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óskar fékk aðstoð frá mágkonu sinni við fasteignakaupin.
Óskar fékk aðstoð frá mágkonu sinni við fasteignakaupin.

Óskar Fannar Vilmundarson er fasteignaleitandi vikunnar í Draumaheimilinu á Stöð 2 og fékk Hugrún Halldórsdóttir að fylgjast með honum skoða þrjár eignir.

Síðastliðin tíu ár hefur Óskar verið búsettur í Noregi en flutti aftur heim fyrir ekki svo löngu.

Í þættinum í gær skoðaði hann eignir ásamt kærustunni sinni Berglindi en í dag eiga þau eign í Hafnarfirðinum. Ástæðan fyrir því að hún var í sóttkví. Mágkona hans hljóp í skarðið fyrir systur sína.

Parið vildi eign í Hafnarfirðinum og óskuðu eftir fjögurra herbergja íbúð á verðbilinu 50-60 milljónir.

Fyrsta eignin sem Óskar skoðaði ásamt mágkonu sinni var í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði en um var að ræða 84 fermetra eign með tveimur svefnherbergjum. Ásett verð á eignina var 53,9 milljónir.

Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 eða á Stöð 2+ en þar má sjá hvaða eign varð fyrir valinu en Óskar skoðaði þrjár eignir fyrir parið. 

Klippa: Sóttkví setti strik í reikninginn þegar Óskar og Berglind leituðu að draumaeigninni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×