Innlent

Dæmd fyrir að hrækja í and­lit lög­­reglu­­manns

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað á horni Eyrargötu og Hjallavegar á Eyrarbakka.
Atvikið átti sér stað á horni Eyrargötu og Hjallavegar á Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt konu í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglumann sem var við skyldustörf í júlí 2020.

Konan var ákærð fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa að kvöldi 22. júlí 2020 hrækt á lögreglumann í lögreglubíl sem lagt var á gatnamótum Eyrargötu og Hjallavegar á Eyrarbakka. Hrákinn lenti á vinstri handlegg og í andliti lögreglumannsins.

Í dómnum segir að konan hafi ekki mætt við þingfestingu, en sannað þótti að konan hafi gerst sek um þá háttsemi sem rakin var í ákæru.

Konan hefur sjö sinnum áður sætt refsingu, meðal annars fyrir húsbrot, fjársvik og brot gegn valdstjórninni.

Að virtum sakaferli konunnar þótti ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×