Grímulaus fölsun á gengi krónu er óboðleg Ólafur Örn Jónsson skrifar 3. október 2021 17:31 Fyrir Hrun þegar visst jafnvægi var í kjörum fólks varðandi kaupmátt og húsnæðiskostnað Leigu og kaup. Var gengið nokkuð stöðugt € = 90 kr og kaupmáttur almennra launa viðunandi. Útgerðin sem hafði skuldsett sig gífurlega með veðsetningu kvótans kvartaði eins og venjulega en annars gekk allt eins og klukka því að það eru forréttindi að hafa (frítt) veiðileyfi á Íslandsmiðum. Þá kom hrunið. Verðgildi krónu féll og heimilin misstu hluta eða allar eigur sínar en tekjur útgerðar jukust um yfir 60% þegar gengi € fór úr 90kr í € = 160 kr. Samt þvinguðu útgerðamenn þrátt fyrir þessa tekjuaukningu launalækkun fiskverkafólk stil jafns við aðrar stéttir og héldu sjálf muninum. Ekki heldur gat útgerðin sætt sig við að sjómenn nytu lækkunar á genginu og notuðu offramboð á sjómönnum til að þvinga fram 30% kostnaðarhlutdeild af óskiptu og 10% kauphlutdeild væru keypt ný skip. Síðan var haldið leyndu að þessu fylgdi síðan 11% hækkun á þorskafurðum í Evrópumörkuðum. Gífurleg tekju aukning sem kom fyrirtækjunum sem sóað höfðu kvótalánunum í óskildar greinar til góða. Við sem fylgdumst með genginu og hvernig okkur gengi að komast frá hruninu sem fælist að sjálfsögðu í því að auka hagvöxt og tekjur þjóðarinnar þannig að gengi krónunnar styrktist. En undarlegir hlutir komu í ljós. Ekkert var gert til að rétta við gengi/styrk krónunnar þrátt fyrir ýmis tækifæri í „landi tækifæranna“. Það var alger landburður af fiski eftir hrunið og sögur af því að línur og net flytu upp búkkuð af fiski og þurfti jafnvel stroffur til að ná búkkuðum netum inn og þvílíkt mok á Vestfjarðarmiðum og sögur af nokkurra mínútna tog skiluðum tugum tonna. AF HVERJU VAR EKKI AUKIÐ VIÐ KVÓTANN á þorsk og karfa eins og lá beinast við? Á sama tíma og fólk var að missa eigur sínar út af verðlausri krónu? Það var furðulegt að sjá þetta þar sem okkur bráðlá á að hækka krónuna til að geta gripið fólk sem varð sannarlega illa úti en það fólk gleymdist á sama tíma og bankastjórar endurheimtu ríkisbankanna voguðu sér að ganga erinda útgerðamanna og hóta Jóhönnu-stjórninni með því að gera útgerðina gjaldþrota yrði farið í að efna kosningaloforð stjórnarinnar að fyrna kvótanum á næstu 20 árum. Því miður gugnaði stjórin gegn þessu enda kvótaskuldir útgerðarinnar 650 milljarðar og ekkert nema gamlar og verðlausar eignir að baki. (Þessi skuldasöfnun var viljandi gerð). En þegar leið frá hruninu fóru mikilar auglýsingar sem þjóðin hafði fengið í gegnum kvikmyndir og netið að skila túristagulli til landsins og þrátt fyrir fádæma uppborganir nýja fjármála & efnahagsráðherrans á hagkvæmum hrunlánum sem ekkert lá á að borga dugðu ekki til að hafa aftur af styrkingu krónunnar og 2013 liggur ljóst fyrir að þrátt fyrir niðurgreiðslu lána og skortveiðistefnu Hafró undir stjórn útgerðarinnar hækkaði gengi krónunnar sem hafði verið réttilega á floti síðustu 2 áratugi. En þarna er fjármála- og efnahagsráðherra búinn að fá „ráðgjafa“ frá H.Í. tilnefndan af aðalútgerðamanni landsins kenndan við Samherja til sín. Fyrst var ráðgjafinn ráðinn sem „starfsmaður“ ráðuneytisins og síðan birtist hann sem starfsmaður Seðlabankans. Þá kemur furðulegur millileikur. Már bankastjóri Seðló er rekinn og síðan ráðinn til baka eftir auglýsingu? Árið 2014 án nokkurra fordæma hefur Seðló uppkaup á gjaldeyri í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir frekari hækkun á gengi krónu og tryggja þannig þann risa gróða útgerðarinnar sem hófst með hruninu og lágu gengi. En túrisminn jókst og þunginn á hækkun/leiðréttingu krónunnar jókst og krónan hækkar í verði og kaupmáttur vex loksins en fjármála- og efnahagsráðherra fyrirskipar enn meiri fordæmalaus uppkaup á gjaldeyri og fer gjaldeyrisforðinn yfir 700 milljarð og er þar með orðinn langstærsti gjaldeyrisforði veraldar per haus. Gjaldeyrisforði sem fenginn er svona fordæmalaus með því að taka peninga út úr veltu þjóðfélagins og þar með á kostnað laun- og lífeyrisþega á sér engin fordæmi er í raun kolólöglegur. Hækkun krónunnar nær hámarki fyrir Covid þegar € er komin í 112 kr. Virði evrunnar var síðan þvíngað niður í € = 122 kr með uppkaupum á gjaldeyri upp í 900 milljarða gjaldeyrisforða sem gengið stóð í upphafi Covid. Eftir lífskjarasamningana féll síðan gengið þegar landið lokaðist en EKKI var gripið til stór sölu á gjaldeyri eins og vera bar heldur er nánast ekkert gert fyrr en gengið er komið niður í € = 150 kr og þjóðin aftur komin í hrun ástand þar sem við erum enn þann dag í dag með ónotaðann og engum til góðs gjaldeyrisforða sem heldur hér FÖLSKU LÁGU GENGI. Þessi fordæmalausa efnahagsstjórn kostar okkur lágan kaupmátt launa laun og lífeyrisþega ásamt opinberum stofnunum ríkis og bæja. Hækkandi verðbólga og hætta á hærri vöxtum. Við horfum á innviði hrörna og helbrigðiskerfið lamað vegna langvarandi fjársveltis sem rekja má til FÖLSUNAR á genginu sem lækkar virði krónanna sem þeim er skammtað. Vegakerfið er hrunið og ekki brugðist við heldur slegið af í upp byggingnu eins og frestun á tvöföldun Hvalfjarðargangna og vegar upp í Borgarnes sem er löngu löngu tímabær. Núna talar fólk um alls konar aðferðir til að bæta kjör hinna lægstlaunuðu án þess að minnast á þennan þjófnað í þágu útgeðarinnar sem velltir sér uppúr þvílíkum ÓÁUNNUM gróða að annað eins þekkist hvergi. Allt á kostnað kaupmáttar launa og opinberra gjalda. AF HVERJU SEGIR ENGINN NEITT UM ÞENNAN ÓSKAPNAÐ? Íslenskir ferðamenn sjá greinilega hvað er í gangi. Ef hér væri rétt gengi og € í kringum 90 til 100 kr fengjust € 3000 fyrir 300.000 kr útborguð laun en í dag með FALSAÐ gengi krónu € 150 fæst ekki nema € 2000. Þessi munur er eingöngu af því að ráðherra útgerðarinnar kemst einhverra hluta vegna upp með að gjaldfella ekki bara krónuna heldur okkur sem fólk líka. Höfundur er heldri borgari, fyrrverandi skipstjóri og aflamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Hrun þegar visst jafnvægi var í kjörum fólks varðandi kaupmátt og húsnæðiskostnað Leigu og kaup. Var gengið nokkuð stöðugt € = 90 kr og kaupmáttur almennra launa viðunandi. Útgerðin sem hafði skuldsett sig gífurlega með veðsetningu kvótans kvartaði eins og venjulega en annars gekk allt eins og klukka því að það eru forréttindi að hafa (frítt) veiðileyfi á Íslandsmiðum. Þá kom hrunið. Verðgildi krónu féll og heimilin misstu hluta eða allar eigur sínar en tekjur útgerðar jukust um yfir 60% þegar gengi € fór úr 90kr í € = 160 kr. Samt þvinguðu útgerðamenn þrátt fyrir þessa tekjuaukningu launalækkun fiskverkafólk stil jafns við aðrar stéttir og héldu sjálf muninum. Ekki heldur gat útgerðin sætt sig við að sjómenn nytu lækkunar á genginu og notuðu offramboð á sjómönnum til að þvinga fram 30% kostnaðarhlutdeild af óskiptu og 10% kauphlutdeild væru keypt ný skip. Síðan var haldið leyndu að þessu fylgdi síðan 11% hækkun á þorskafurðum í Evrópumörkuðum. Gífurleg tekju aukning sem kom fyrirtækjunum sem sóað höfðu kvótalánunum í óskildar greinar til góða. Við sem fylgdumst með genginu og hvernig okkur gengi að komast frá hruninu sem fælist að sjálfsögðu í því að auka hagvöxt og tekjur þjóðarinnar þannig að gengi krónunnar styrktist. En undarlegir hlutir komu í ljós. Ekkert var gert til að rétta við gengi/styrk krónunnar þrátt fyrir ýmis tækifæri í „landi tækifæranna“. Það var alger landburður af fiski eftir hrunið og sögur af því að línur og net flytu upp búkkuð af fiski og þurfti jafnvel stroffur til að ná búkkuðum netum inn og þvílíkt mok á Vestfjarðarmiðum og sögur af nokkurra mínútna tog skiluðum tugum tonna. AF HVERJU VAR EKKI AUKIÐ VIÐ KVÓTANN á þorsk og karfa eins og lá beinast við? Á sama tíma og fólk var að missa eigur sínar út af verðlausri krónu? Það var furðulegt að sjá þetta þar sem okkur bráðlá á að hækka krónuna til að geta gripið fólk sem varð sannarlega illa úti en það fólk gleymdist á sama tíma og bankastjórar endurheimtu ríkisbankanna voguðu sér að ganga erinda útgerðamanna og hóta Jóhönnu-stjórninni með því að gera útgerðina gjaldþrota yrði farið í að efna kosningaloforð stjórnarinnar að fyrna kvótanum á næstu 20 árum. Því miður gugnaði stjórin gegn þessu enda kvótaskuldir útgerðarinnar 650 milljarðar og ekkert nema gamlar og verðlausar eignir að baki. (Þessi skuldasöfnun var viljandi gerð). En þegar leið frá hruninu fóru mikilar auglýsingar sem þjóðin hafði fengið í gegnum kvikmyndir og netið að skila túristagulli til landsins og þrátt fyrir fádæma uppborganir nýja fjármála & efnahagsráðherrans á hagkvæmum hrunlánum sem ekkert lá á að borga dugðu ekki til að hafa aftur af styrkingu krónunnar og 2013 liggur ljóst fyrir að þrátt fyrir niðurgreiðslu lána og skortveiðistefnu Hafró undir stjórn útgerðarinnar hækkaði gengi krónunnar sem hafði verið réttilega á floti síðustu 2 áratugi. En þarna er fjármála- og efnahagsráðherra búinn að fá „ráðgjafa“ frá H.Í. tilnefndan af aðalútgerðamanni landsins kenndan við Samherja til sín. Fyrst var ráðgjafinn ráðinn sem „starfsmaður“ ráðuneytisins og síðan birtist hann sem starfsmaður Seðlabankans. Þá kemur furðulegur millileikur. Már bankastjóri Seðló er rekinn og síðan ráðinn til baka eftir auglýsingu? Árið 2014 án nokkurra fordæma hefur Seðló uppkaup á gjaldeyri í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir frekari hækkun á gengi krónu og tryggja þannig þann risa gróða útgerðarinnar sem hófst með hruninu og lágu gengi. En túrisminn jókst og þunginn á hækkun/leiðréttingu krónunnar jókst og krónan hækkar í verði og kaupmáttur vex loksins en fjármála- og efnahagsráðherra fyrirskipar enn meiri fordæmalaus uppkaup á gjaldeyri og fer gjaldeyrisforðinn yfir 700 milljarð og er þar með orðinn langstærsti gjaldeyrisforði veraldar per haus. Gjaldeyrisforði sem fenginn er svona fordæmalaus með því að taka peninga út úr veltu þjóðfélagins og þar með á kostnað laun- og lífeyrisþega á sér engin fordæmi er í raun kolólöglegur. Hækkun krónunnar nær hámarki fyrir Covid þegar € er komin í 112 kr. Virði evrunnar var síðan þvíngað niður í € = 122 kr með uppkaupum á gjaldeyri upp í 900 milljarða gjaldeyrisforða sem gengið stóð í upphafi Covid. Eftir lífskjarasamningana féll síðan gengið þegar landið lokaðist en EKKI var gripið til stór sölu á gjaldeyri eins og vera bar heldur er nánast ekkert gert fyrr en gengið er komið niður í € = 150 kr og þjóðin aftur komin í hrun ástand þar sem við erum enn þann dag í dag með ónotaðann og engum til góðs gjaldeyrisforða sem heldur hér FÖLSKU LÁGU GENGI. Þessi fordæmalausa efnahagsstjórn kostar okkur lágan kaupmátt launa laun og lífeyrisþega ásamt opinberum stofnunum ríkis og bæja. Hækkandi verðbólga og hætta á hærri vöxtum. Við horfum á innviði hrörna og helbrigðiskerfið lamað vegna langvarandi fjársveltis sem rekja má til FÖLSUNAR á genginu sem lækkar virði krónanna sem þeim er skammtað. Vegakerfið er hrunið og ekki brugðist við heldur slegið af í upp byggingnu eins og frestun á tvöföldun Hvalfjarðargangna og vegar upp í Borgarnes sem er löngu löngu tímabær. Núna talar fólk um alls konar aðferðir til að bæta kjör hinna lægstlaunuðu án þess að minnast á þennan þjófnað í þágu útgeðarinnar sem velltir sér uppúr þvílíkum ÓÁUNNUM gróða að annað eins þekkist hvergi. Allt á kostnað kaupmáttar launa og opinberra gjalda. AF HVERJU SEGIR ENGINN NEITT UM ÞENNAN ÓSKAPNAÐ? Íslenskir ferðamenn sjá greinilega hvað er í gangi. Ef hér væri rétt gengi og € í kringum 90 til 100 kr fengjust € 3000 fyrir 300.000 kr útborguð laun en í dag með FALSAÐ gengi krónu € 150 fæst ekki nema € 2000. Þessi munur er eingöngu af því að ráðherra útgerðarinnar kemst einhverra hluta vegna upp með að gjaldfella ekki bara krónuna heldur okkur sem fólk líka. Höfundur er heldri borgari, fyrrverandi skipstjóri og aflamaður.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun