Ég hafði alltaf góða tilfinningu Árni Konráð Árnason skrifar 2. október 2021 18:16 Jón Þór Hauksson er að gera góða hluti á Ísafirði og vill halda áfram með liðið. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega, fyrstu tuttugu mínúturnar. Ég er ógeðslega svekktur með fyrsta markið,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra eftir súrt tap gegn Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Vestri og Víkingur Reykjavík mættust í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Meistaravöllum í dag. Víkingar unnu öruggan 3-0 sigur þar sem að Kristall Máni gerði öll mörkin. Fyrsta markið kom á 26. mínútu leiksins en það kom eftir skyndisókn þar sem að Pétur Bjarnason hafði fallið inn í teig Víkinga, Egill Arnar dómari leiksins hefði hæglega getað flautað vítaspyrnu en aðhafðist ekkert. Þetta var í annað skipti sem að hann hefði getað dæmt víti á Víkinga. „Mér fannst við eiga að fá víti mér fannst við líka eiga að fá víti þegar að Nicolaj fer niður fyrir það. Það eru tvö víti áður en að þeir skora fyrsta markið. Sérstaklega með Pétur að hann klobbar hann og hann setur hnéð út og mér finnst það bara „púra“ víti og þeir bruna upp og setja fyrsta markið,“ sagði Jón Þór og hélt áfram. „Mér fannst í hálfleiknum þrátt fyrir það, við hafa fín tök á leiknum. Mér fannst við eiga góða möguleika til að koma til baka í seinni hálfleik, en aftur setja þeir annað markið og brjóta á Pétri út á kanti og bruna upp og skora. Það er ofboðslega erfitt að eiga við Víkingana þegar að þú tapar boltanum. Þeir eru ofboðslega góðir í þeirri stöðu þegar að þeir koma hratt upp völlinn og gera það best allra liða á Íslandi.“ Vestri fékk fá færi í leiknum en Víkingar voru mjög þéttir fyrir. „Þau voru ekki mörg. Mér fannst samt fyrstu 25 mínúturnar, mér fannst við byrja þann kafla mjög vel. Það er fínt færi ef að þú færð vítaspyrnu, mér fannst við koma okkur í þá stöðu. Við vorum ekkert að vaða í færum og við áttum ekkert von á því að slá eitthvað markamet í þessum leik en Víkingur er með feikilega öfluga varnarmenn og það er erfitt að eiga við þetta lið.“ „Ég hafði alltaf góða tilfinningu, mér fannst við aldrei missa nein tök á þessum leik eða þeir að valta eitthvað yfir okkur. Mér fannst það aldrei fyrr en í blálokin þegar að við vorum búnir að missa hausinn,“ sagði Jón og var afar svekktur að hafa ekki fengið meira út úr leiknum. Tímabilinu er nú formlega lokið hjá Vestra og Jón vonast til þess að halda áfram með liðið á næsta tímabili en á þó eftir að klára samninga við félagið sem og fjölskylduna sína. Hann telur raunhæft að halda í sama leikmannahóp á næsta tímabili. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Vestri Mjólkurbikarinn Mest lesið Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira