„Undraverð“ uppgötvun rits ítalsks munks þar sem skrifað er um Norður-Ameríku 150 árum fyrir ferð Kólumbusar Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2021 08:01 Markland er samkvæmt Íslendingasögum og öðrum heimildum nafnið sem Leifur Eiríksson og félagar hans eru sagðir hafa gefið skógi vöxnu landi við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Getty Þó víkingar hafi fundið Norður-Ameríku löngu áður en Kristófer Kólumbus fór vestur um höf ásamt föruneyti sínu, hafa flestir talið að fáir Evrópubúar hafi vitað af því. Nú hefur því hinsvegar verið haldið fram að ítalskur munkur hafi skrifað um tilvist heimsálfunnar hinu megin við Atlantshafið, um 150 árum fyrir ferð Kólumbusar. Víkingar fundu Ameríku löngu áður en eins og fram kemur á Vísindavefnum, þá hefur það verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Munkurinn Galvaneus Flamma gaf árið 1345 út ritið Cronica universalis. Þá bjó munkurinn í Mílan á Ítalíu. Kólumbus, sem einnig var frá Ítalíu, „fann“ Ameríku aftur árið 1492. Þá var hann að leita að siglingarleið vestur yfir Atlantshafið til Asíu. Hann steig fyrst á land á Bahamaeyjum og kom aldrei til Norður-Ameríku. Tilvist áðurnefnds rits og tilvísun munksins í Markland kemur fram í grein sem latínuprófessorinn Paolo Chiesa skrifaði nýverið í fræðiritið Terrae Incognitae. Hann segir uppgötvun sína um að ítalskur prestur hafi vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld vera „undraverð“. Economist sagði nýverið frá grein Chiesa en þar segir prófessorinn frá því að Flamma hafi skrifað í rit sit um „Marckalada“ sem sé vestur af Grænlandi. Þar hafi hann verið að tala um Markland. Hér má sjá það sem talilð er vera grunnar víkingahús á Nýfundalandi.Getty Markland er samkvæmt Íslendingasögum og öðrum heimildum nafnið sem Leifur Eiríksson og félagar hans eru sagðir hafa gefið skógi vöxnu landi við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Talið er að þar sé átt við Labrador-strönd Kanada. Chiesa fer ítarlega yfir tilvist Cronica universalis í grein sinni og segir frá því að ritið hafi verið endurritað undir lok fjórtándu aldar, eftir að Flamma dó. Endurritið hafi hins vegar ekki verið fullgert. Sýndi merkilega þekkingu um Grænland Í kaflanum sem Markland er nefnt er Flamma að segja frá landafræði norðurslóða og nefnir meðal annars Ísland. „Lengra en það er eyja sem nefnist Grolandia [Grænland], þar sem Pólstjarnan er fyrir aftan þig, til suðurs. Ríkisstjóri þessarar eyju er biskup. Í þessu landi má hvorki finna hveiti né vín né ávexti. Fólk lifir á mjólk, kjöti og fisk. Þau búa í niðurgröfnum húsum og forðast það að gefa frá sér hljóð, svo villidýr heyri ekki í þeim og éti þau,“ skrifaði Flamma samkvæmt grein Chiesa. Chiesa segir Flamma hafa sýnt sérstaklega mikla þekkingu um Grænland. Risar í Norður-Ameríku Eftir frekari lýsingar um stærð bjarndýra og getu fálka á Grænlandi skrifaði munkurinn: „Lengra í Vesturátt er annað land, sem nefnist Marckalada [Markland], þar sem risar búa. Í þessu landi eru byggingar reistar úr svo stórum steinhellum að engir gætu byggt þær nema stærðarinnar risar. Þar eru einnig græn tré, dýr og mikið fuglalíf.“ Markland er talið vera nafn sem víkingar gáfu Labrador í Kanada.Getty/Drew Angerer Þá skrifaði Flamma að sjómenn hefðu ekki náð til Marklands til að skoða það almennilega. Chiesa segir þessa tilvitnun í Markland sá einu sem komi ekki frá íslenskum heimildum eins og Eiríks sögu, Grænlendingasögu og Skálholtsannál. Varðandi það hvaðan Flamma fái heimildir sínar um Markland segir Chiesa að í riti sínu vitni munkurinn dyggilega í allar heimildir sínar, nema þegar komi að Marklandi og Grænlandi. Ekki sé vitað til þess að Flamma sjálfur hafi farið frá Norður-Ítalíu yfir ævi sína og engar aðrar heimildir séu til um svæði frá Suður-Evrópu á þessum tíma. Því leiðir Chiesa líkur að því að hann hafi skrifað eftir munnlegum frásögnum frá Genóa, sem var mikil verslunarmiðstöð á þessum tíma. Annars hefði hann vitnað í heimildir. Líklegt sé að hann hafi sögurnar eftir sjómönnum þar sem hann nefni þá á nokkrum stöðum og vegna tilvísana hans í Pólstjörnuna, það að hvítabirnir væru hættulegir áhöfnum skipa sem stranda við Grænland og hve hættulegt væri að sigla til Grænlands. Þó komi til greina að Flamma hafi rætt við pílagríma eða klerka sem hafi ferðast frá Norðurlöndum til Ítalíu. Ítalía Kanada Grænland Fornminjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Víkingar fundu Ameríku löngu áður en eins og fram kemur á Vísindavefnum, þá hefur það verið staðfest með fornleifauppgreftri í L‘Anse aux Meadows á Nýfundnalandi að víkingar voru í Norður-Ameríku um árið 1000. Munkurinn Galvaneus Flamma gaf árið 1345 út ritið Cronica universalis. Þá bjó munkurinn í Mílan á Ítalíu. Kólumbus, sem einnig var frá Ítalíu, „fann“ Ameríku aftur árið 1492. Þá var hann að leita að siglingarleið vestur yfir Atlantshafið til Asíu. Hann steig fyrst á land á Bahamaeyjum og kom aldrei til Norður-Ameríku. Tilvist áðurnefnds rits og tilvísun munksins í Markland kemur fram í grein sem latínuprófessorinn Paolo Chiesa skrifaði nýverið í fræðiritið Terrae Incognitae. Hann segir uppgötvun sína um að ítalskur prestur hafi vitað um tilvist Norður-Ameríku um miðja fjórtándu öld vera „undraverð“. Economist sagði nýverið frá grein Chiesa en þar segir prófessorinn frá því að Flamma hafi skrifað í rit sit um „Marckalada“ sem sé vestur af Grænlandi. Þar hafi hann verið að tala um Markland. Hér má sjá það sem talilð er vera grunnar víkingahús á Nýfundalandi.Getty Markland er samkvæmt Íslendingasögum og öðrum heimildum nafnið sem Leifur Eiríksson og félagar hans eru sagðir hafa gefið skógi vöxnu landi við Atlantshafsströnd Norður-Ameríku. Talið er að þar sé átt við Labrador-strönd Kanada. Chiesa fer ítarlega yfir tilvist Cronica universalis í grein sinni og segir frá því að ritið hafi verið endurritað undir lok fjórtándu aldar, eftir að Flamma dó. Endurritið hafi hins vegar ekki verið fullgert. Sýndi merkilega þekkingu um Grænland Í kaflanum sem Markland er nefnt er Flamma að segja frá landafræði norðurslóða og nefnir meðal annars Ísland. „Lengra en það er eyja sem nefnist Grolandia [Grænland], þar sem Pólstjarnan er fyrir aftan þig, til suðurs. Ríkisstjóri þessarar eyju er biskup. Í þessu landi má hvorki finna hveiti né vín né ávexti. Fólk lifir á mjólk, kjöti og fisk. Þau búa í niðurgröfnum húsum og forðast það að gefa frá sér hljóð, svo villidýr heyri ekki í þeim og éti þau,“ skrifaði Flamma samkvæmt grein Chiesa. Chiesa segir Flamma hafa sýnt sérstaklega mikla þekkingu um Grænland. Risar í Norður-Ameríku Eftir frekari lýsingar um stærð bjarndýra og getu fálka á Grænlandi skrifaði munkurinn: „Lengra í Vesturátt er annað land, sem nefnist Marckalada [Markland], þar sem risar búa. Í þessu landi eru byggingar reistar úr svo stórum steinhellum að engir gætu byggt þær nema stærðarinnar risar. Þar eru einnig græn tré, dýr og mikið fuglalíf.“ Markland er talið vera nafn sem víkingar gáfu Labrador í Kanada.Getty/Drew Angerer Þá skrifaði Flamma að sjómenn hefðu ekki náð til Marklands til að skoða það almennilega. Chiesa segir þessa tilvitnun í Markland sá einu sem komi ekki frá íslenskum heimildum eins og Eiríks sögu, Grænlendingasögu og Skálholtsannál. Varðandi það hvaðan Flamma fái heimildir sínar um Markland segir Chiesa að í riti sínu vitni munkurinn dyggilega í allar heimildir sínar, nema þegar komi að Marklandi og Grænlandi. Ekki sé vitað til þess að Flamma sjálfur hafi farið frá Norður-Ítalíu yfir ævi sína og engar aðrar heimildir séu til um svæði frá Suður-Evrópu á þessum tíma. Því leiðir Chiesa líkur að því að hann hafi skrifað eftir munnlegum frásögnum frá Genóa, sem var mikil verslunarmiðstöð á þessum tíma. Annars hefði hann vitnað í heimildir. Líklegt sé að hann hafi sögurnar eftir sjómönnum þar sem hann nefni þá á nokkrum stöðum og vegna tilvísana hans í Pólstjörnuna, það að hvítabirnir væru hættulegir áhöfnum skipa sem stranda við Grænland og hve hættulegt væri að sigla til Grænlands. Þó komi til greina að Flamma hafi rætt við pílagríma eða klerka sem hafi ferðast frá Norðurlöndum til Ítalíu.
Ítalía Kanada Grænland Fornminjar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira