Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 22:48 Nancy Pelosi og demókratar á bandaríka þinginu önduðu léttar í kvöld þegar þeim tókst að framlengja fjárheimildir alríkisins og afstýra lokunum á ögurstundu. Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn. Bandaríkin Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn.
Bandaríkin Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira