Innlent

„Ég held að há­karl hafi bitið hann“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hrefnutarfurinn í flæðarmálinu í morgun.
Hrefnutarfurinn í flæðarmálinu í morgun. Vísir/vilhelm

Ekki hefur fengist úr því skorið hvað það var sem grandaði hrefnunni sem rak á land á Álftanesi í gær. Leikskólakrakkar sem virtu hvalinn fyrir sér í morgun vörpuðu þó fram ýmsum tilgátum í þeim efnum.

Hvalrekans varð fyrst vart seint í gær og þegar fréttastofu bar að garði í morgun var búið að girða hræið af með bandi. En skólakrakkar af Álftanesi létu lögregluborðann ekki stöðva sig frekar en ýldulyktina - og sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar, sem mættu á ellefta tímanum til að taka sýni úr hræinu og mæla það, þurftu að sinna vinnu sinni umkringdir Álftnesingum.

Krakkarnir á Krakkakoti voru kátir með hvalinn í morgun.Vísir/Egill

Er eitthvað vitað af hverju hann er kominn, hvað gerðist? 

„Nei, það er ekki að sjá neitt á honum. Náttúrulegar orsakir eða árekstur við skip eða eitthvað,“ segir Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.

Nemendur á leikskólanum Krakkakoti, sem mættir voru í fylgd kennara sinna til að taka hvalinn út, höfðu þó ákveðnar hugmyndir um örlög hrefnutarfsins. Vangaveltur krakkanna um hvalinn má heyra í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Hræið af stærðarinnar hrefnu­tarfi

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru á Álftanesi það sem af er morgni til að virða fyrir sér hvalhræ sem þar liggur. Hræið er af hrefnutarfi en óljóst er hvað varð honum að bana.

Skoða hvalinn í fjörunni á Álftanesi

Nokkur fjöldi fólks hefur gert sér ferð í fjöruna á Álftanesi í morgun til að skoða hvalhræ sem liggur þar í fjörunni. Lögreglan hefur sett gulan borða við hvalinn en fólk fer áhyggjulaust að hvalnum, strýkur honum og lyktar.

Hvalreki á Álftanesi

Hval hefur rekið á land á Álftanesi og liggur hræið nú í fjöru. Lögreglu var tilkynnt um dýrið seint í dag og verður það skoðað nánar í fyrramálið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×