Stöðvið einkavæðingu menntakerfisins! Ari Óskar Víkingsson skrifar 30. september 2021 14:00 Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar