Sterki læknaneminn er kominn inn á HM í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 10:00 Eygló Fanndal Sturludóttir bregður á leik í mótslok. Lyftingasamband Íslands Ungar íslenskar lyftingakonur halda áfram að standa sig vel á Evrópumeistaramóti unglinga í lyftingum í Rovaniemi í Finnlandi. Tvær þeirra hafa tryggt sér þátttökurétt á HM í Úsbekistan í desember. Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Hin tvítuga Eygló Fanndal Sturludóttir náði sjötta sæti í 71 kílóa flokki tuttugu ára og yngri en hún setti um leið fjölda Íslandsmeta. Eygló Fanndal byrjaði ekki vel. Hún var að keppa í fyrsta sinn síðan í mars og tvær fyrstu lyfturnar hennar í snörun mistókust. Hún sýndi hins vegar mikinn karakter með því að drífa upp 89 kíló í þriðju tilraun og setti þar með Íslandsmet í þremur flokkum. Þetta var það mesta hjá íslenskri konu í 71 kílóa flokki hjá meistaraflokki, 23 ára yngri og tuttugu ára og yngri. View this post on Instagram A post shared by Lyftingasamband íslands (@icelandic_weightlifting) Eygló var þar með komin í gang og lyfti hún síðan 108 kílóum í jafnhendingu sem var einnig Íslandsmet í öllum þremur flokkum. Um leið hafði hún sett Íslandsmet í samanlögðu í flokkunum þremur þar sem alls fóru 197 kíló á loft hjá henni. Þessi árangur skilaði Eygló sjötta sætinu á mótinu og alls 247,39 Sinclair stigum. Með þeim stigafjölda hefur Eygló náð B-lágmörkum á Heimsmeistaramótið í Úsbekistan í desember. Eygló hefur keppt í lyftingum frá því hún var sautján ára eða frá árinu 2018 og hefur sífellt farið fram. Hún tók sér árs pásu frá keppnum eftir jólamótið 2019 en kom sterk inn á Norðurlandamóti Youth og Junior 2020 og gerði sér lítið fyrir og vann þá sinn þyngdarflokk. Eygló Fanndal stundar nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og það er örugglega erfitt að finna sterkari læknanema á Íslandi í dag en einmitt hana. Á heimasíðu Lyftingarsambands Íslands kemur fram að Eygló sé að stefna á hæsta samanlagðan árangur sem íslensk kona hefur lyft á móti en hæsti samanlagði árangur er nú 201 kíló. Eygló nálgaðist það met á þessu móti og fær vonandi annað tækifæri til þess á heimsmeistaramótinu. Bæði Eygló og ætla sér stóra hluti eins og kom fram á Instagram síðu Lyftingarsambands Íslands. „Við erum hvergi nærri hættar og stefnum á að keppa á fleiri mótum á árinu og á næstu árum,“ er haft eftir þeim þar. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira