Belichick: Ef einhver getur leikið til fimmtugs þá er það Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 16:45 Tom Brady heldur áfram að fara á kostum með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára gamall. Getty/Julio Aguilar Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir endurkomu Tom Brady á gamla heimavöllinn sinn í NFL-deildinni um helgina. NFL meistararnir í Tampa Bay Buccaneers heimsækja þá New England Patriots. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu. NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu.
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira