Erlent

Bein út­sending: Hver fær Nóbels­verð­launin í eðlis­fræði?

Atli Ísleifsson skrifar
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum í vikunni.
Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum í vikunni. Getty/picture alliance

Sænska vísindaakademían mun í dag tilkynna um hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði í ár.

Tilkynnt verður um verðlaunahafa á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:45 að íslenskum tíma.

Þrír vísindamenn deildu Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði á síðasta ári fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum.

Bretinn Roger Penrose hlaut verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deildi verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar.

Greint verður frá því hver hlýtur Nóbelsverðlaunin í hinum ýmsu flokkum nú í vikunni.

Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2021

  • Mánudagur 4. október: Lífefna- og læknisfræði
  • Þriðjudagur 5. okótber: Eðlisfræði
  • Miðvikudagur 6. október: Efnafræði
  • Fimmtudagur 7. október: Bókmenntir
  • Föstudagur 8. október: Friðarverðlaun Nóbels
  • Mánudagur 11. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×