Blikar fá tvær nýjar í Meistaradeildina Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 14:13 Karen María Sigurgeirsdóttir handsalar samning við Sigurð Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóra knattspyrnudeildar Breiðabliks. Facebook/@fotbolti Breiðablik hefur bætt við sig tveimur leikmönnum fyrir komandi stórleiki í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Félagið nýtti undanþáguheimildir til félagaskipta enda félagaskiptaglugginn lokaður á Íslandi. Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Leikmannahópur Breiðabliks var heldur þunnskipaður þegar liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með því að slá út Osijek frá Króatíu. Aðeins þrír varamenn voru á varamannabekk Blika þegar liðið vann seinni leikinn 3-0 fyrir þremur vikum. Þar sem lokað er fyrir félagaskipti á Íslandi frá ágúst og fram í janúar voru góð ráð dýr fyrir Breiðablik, nú þegar von er á stórliðum PSG og Real Madrid til landsins. Breiðablik náði engu að síður að bæta við sig tveimur leikmönnum. Önnur er Karen María Sigurgeirsdóttir sem kemur frá Þór/KA og hin er hin bandaríska/belgíska Alexandra Soree. Karen María fær félagaskipti því samkvæmt reglum FIFA er heimilt að skrá leikmenn utan „glugga“ til að leysa af tímabundið leikmann sem er í fæðingarorlofi. Þannig gátu Blikar skráð Karen í stað Rakelar Hönnudóttur. Í tilkynningu þakkar Breiðablik Þór/KA fyrir fagleg vinnubrögð og velvilja en ljóst er að Karen María hefði ekki fengið leikheimild nema vegna velvilja Akureyringa. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Karen María verður því til taks þegar Blikar taka á móti PSG næsta miðvikudag, en opið er fyrir skráningu nýrra leikmanna í Meistaradeildinni þar til á morgun. Hún má hins vegar ekki spila bikarúrslitaleikinn gegn Þrótti á föstudaginn. Breiðablik á fyrir höndum stórleiki við PSG og Real Madrid í haust og vetur.vísir/Hulda Margrét Karen María er tvítug og kemur frá uppeldisfélagi sínu Þór/KA, þar sem hún hefur verið í stóru hlutverki síðustu ár. Hún spilaði alla deildarleiki liðsins á nýafstöðnu tímabili og skoraði fimm mörk. Karen María á að baki þrettán leiki með yngri landsliðum Íslands og var fyrr á árinu valin í æfingahóp A-landsliðsins.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira