Innlent

Gripnir með 400 plöntur og fengu skil­orðs­bundna dóma

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið kom upp fyrir þremur og hálfu ári. Ákæra var gefin út árið 2020 og nú hefur verið kveðinn upp dómur.
Málið kom upp fyrir þremur og hálfu ári. Ákæra var gefin út árið 2020 og nú hefur verið kveðinn upp dómur. Vísir

Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í tólf og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir fíkniefnalagabrot. Dómur var kveðinn upp í Hérðasdómi Reykjaness á föstudag.

Annar karlmaðurinn er búsettur í Póllandi en hinn í Reykjavík. Þeir játuðu að hafa haft í vörslum sínum 388 kannabisplöntur þegar lögregla hafði afsipti af þeim í febrúar 2018.

Báðir eiga dóma að baki hér á landi allt að áratug aftur í tímann. Annar hefur fengið sektir fyrir eignaspjöll, fíkniefna og vopnalagabrot auk þess að vera sviptur ökurétti vegna hraðaaksturs. Hinn rauf skilorð en hann fékk þriggja mánaða dóm í mars 2017 fyrir fíkniefna- og vopnalagabrot.

Við ákvörðun refsingar beggja var litið til þess að ræktunin var skipulögð og nokkuð umfangsmikil.

388 plöntur, 55 gróðurhúsalampar, sex loftsíur, tvö gróðurtjöld, 52 straumbreytar, 11 loftblásarar, einn tímarofi og tvær vatnsdælur voru gerðar upptækar. Sömuleiðis 360 grömm af kannabisefnum og 6000 grömm af þurrkuðum kannabisefnum.

Dómur Héraðsdóms Reykjaness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×