Sport

Bandaríkin í góðri stöðu í Ryder bikarnum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Dustin Johnson skoðar flötina á 2. braut
Dustin Johnson skoðar flötina á 2. braut EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Bandaríkin eru í dauðafæri að sigra Ryder bikarinn en liðið hefur þurft að lúta í lægra haldi gegn liði Evrópu í fjórum af síðustu fimm keppnum.

Bandaríkin hafa verið með forystuna frá fyrsta degi og leiða eins og stendur með ellefu vinningum gegn fimm. Bandaríkin unnu fyrsta daginn 6-2 og svo gærdaginn 5-3 og standa núna með pálmann í höndunum. Þurfa einungis 3,5 vinninga í dag. Það er þó ekki öll nótt úti fyrir Evrópska liðið en það þarf að næla sér í 14,5 vinninga til þess að sigra.

Í dag er leikið í tvímenningi, sem eru einfaldlega einvígi milli manna. Öll einvígin eru farin af stað og leiða Bandaríkin sem stendur í sjö einvígum af tólf.

John Rahm sem leiðir heimslistann hefur verið í vandræðum alla helgina og er þremur holum á eftir Scottie Scheffler þegar níu holur hafa verið leiknar í þeirra einvígi. Rahm hefur verið með allt á hornum sér og hefur kvartað talsvert yfir áhorfendum sem eru í miklu stuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×