Sú yngsta inn og Brynjar út: „Ég hef bara aldrei séð hana áður“ Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 26. september 2021 12:22 Brynjar, Sigmar og Lenya stilltu sér upp fyrir mynd í haustvindinum. Brynjar er úti en hin tvö nýir þingmenn. Lenya sú yngsta í sögu þjóðar - og tók Brynjar út með átta atkvæðum. Stöð 2 Þau Lenya Rún Taha Karim og Sigmar Guðmundsson voru öllu ánægðari með niðurstöðu kosninganna í nótt en Brynjar Níelsson. Brynjar hafði skipti við Lenyu sem þingmaður í Reykjavík en kennir henni ekki um. Enda hafi hann aldrei séð hana áður. „Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira