Blekkingarleikur Viðreisnar í gjaldmiðlamálum Birgir Ármannsson skrifar 23. september 2021 21:31 Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Birgir Ármannsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum um þessar mundir er að festa gengi krónunnar við evru og gera samning við ESB um gagnkvæmar varnir í gengismálum. Hafa frambjóðendur flokksins kastað þessu fram ítrekað sem sérstöku markmiði, sem þeir af einhverjum ástæðum aðskilja frá mikilvægasta stefnumáli sínu, inngöngu í ESB. Margir hafa gagnrýnt þessar hugmyndir og talið þær óskynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og má síðast vitna til ummæla Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra frá því í síðustu viku, sem Viðskiptablaðið hefur greint frá. Ísland gæti vissulega tekið upp evru einhliða, á grundvelli einhvers konar fastgengisstefnu. Það kynni að hafa einhverja kosti í för með sér en ókostirnir og áhættuþættirnir blasa líka við. Ef fastgengisstefna á okkar eigin forsendum væri valin, þá væri að auki óskynsamlegt að mínu mati að miða bara við evruna, enda eru aðrir gjaldmiðlar eins Bandaríkjadalur og sterlingspund líka afar mikilvægir viðskiptagjaldmiðlar okkar. Ekki síst dalurinn. En hvað um það. Viðreisnarfólk gerir sér sennilega grein fyrir því að fastgengisstefna og einhliða tenging við evru er ekki raunhæfur kostur vegna áhættunnar og hefur því teflt fram hugmynd um að semja eigi við Evrópusambandið um gagnkvæmt samstarf og varnir að þessu leyti. En er gagnkvæmt samstarf um tengingu krónu við evru yfirhöfuð mögulegt? Reglur Evrópusambandsins eru tiltölulega skýrar í þessum efnum. Og eiga að vera öllum ljósar eftir allt hið mislukkaða samningaferli áranna 2009 til 2013. Tenging við evru, varin af samningi við Seðlabanka Evrópu (ECB), kemur til eftir að ríki hefur fengið aðild að ESB, ekki fyrr. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur nýtt aðildarríki fengið aðild að svokölluðu ERM II samstarfi, sem felur í sér tengingu landsgjaldmiðils við evruna með vikmörkum og samstarf seðlabankanna. Ekkert í reglum ESB kveður á um að ríki utan sambandsins geti gengið inn í samstarf af þessu tagi. Það þarf með öðrum fyrst að sækja um aðild, ljúka aðildarviðræðum og uppfylla frekari efnahagsleg skilyrði áður en þessi leið getur komið til. Um þetta er nokkuð fjallað í Kjarnanum, en staðreyndavakt þess fjölmiðils sýnir fram á hversu langsótt hugmynd Viðreisnar er. Viðreisn hefur vísað til samkomulags Dana við ESB að þessu leyti og sagt að þar væri fyrirmyndin sem við ættum að líta til. Þetta byggir á afar veikum grunni. Danir, sem þegar voru aðilar að ESB, fengu sérstaka undanþágu frá því að taka upp evruna á tíunda áratug síðustu aldar. Í staðinn var samið um núverandi fyrirkomulag tengingar dönsku krónunnar við evru. Sú staða er gerólík stöðu okkar í dag. Ekkert bendir til að ríki utan sambandsins eigi kost á að gera slíka samninga. Þau þrjú ríki sem nú eiga aðild að ERM II samstarfinu eru löngu orðin aðildarríki ESB. Ekki hefur einu sinni neitt komið fram, sem bendir til þess að umsóknarríki eigi þá möguleika. Hafi Viðreisn einhverjar upplýsingar um að slíkir möguleikar séu fyrir hendi þá væri eðlilegt að það kæmi fram. Það væri óskiljanlegt og fullkomlega óforsvaranlegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Mér virðist þess vegna að þetta helsta útspil Viðreisnar í efnahagsmálum sé byggt á draumum og vonum en ekki staðreyndum. Að minnsta kosti byggir þetta útspil ekki á neinu sem hönd á festir. Öll loforð til almennings um stöðugleika, lægri vexti og betri lífskjör, sem byggja alfarið á þessari forsendu, eru þannig innantóm. Í besta falli óskhyggja. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar