Sala Íslands, fullveldið, EES-samningurinn og bókun 35 Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 23. september 2021 14:30 Það er vel þekkt í þriðja heiminum að önnur ríki, stórfyrirtæki og jafnvel einstaklingar nái tökum á stjórn vanþróaðra ríkja. Til að koma í veg fyrir þetta hafa lönd og ríkjasambönd leitast við að tryggja samstöðu og sama á við um hernaðarbandalög. Hitt er sjaldgæfara að stofnað sé til hernaðarbandalaga til að taka yfir önnur lönd þó Sovétríkin og Varsjárbandalagið hafi reyndar verið með slík heimsyfirráð í stefnuskrám sínum. Skömmu eftir gildistöku laga nr. 2/1993 um EES-samninginn fór að gæta að miklum vandamálum innan íslenskrar stjórnsýslu við innleiðingar á tilskipunum sem rötuðu með misgáfulegum hætti í íslenska löggjöf. Varð það til þess að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, setti á laggirnar nefnd til að fara yfir öll ósköpin. Nefndina skipuðu hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður, þáverandi ráðuneytisstjóri, Árni Kolbeinsson og dr. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. Skilaði nefndin af sér árið 1998. Niðurstaða nefndarinnar er að hingað höfðu streymt reglugerðir og tilsvarandi tilskipanir um hríð frá Brussel sem enga lagastoð höfðu en í þeim sumum var fjallað um refsingar sem hvergi var að finna stafkrók um í íslenskri löggjöf. Svo var hitt að, sem var öllu verra þó hið fyrra hafi verið mjög slæmt, er að þessar reglugerðir og tilskipanir voru innleidd í íslenska löggjöf sem gerði íslenskum þegnum og fyrirtækjum að uppfylla strangari skilyrði en aðrir innan hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Þar segir m.a.: ,,Með því að ákveða í settum lögum á Íslandi almenna útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir opinbera þjónustusamninga sem fara yfir tiltekin stærðarmörk, án þess að undanskilja skyldunni þá samninga sem undan eru skildir í þeirri tilskipun sem um þetta fjallar, höfum við orðið „kaþólskari en páfinn“, án þess að séð verði að slíkt hafi vakað fyrir nokkrum manni. Er alveg ljóst, að ráðherra er óheimilt að ákveða með almennum stjórnvaldsfyrirmælum undanþágur frá útboðsskyldunni hafi honum ekki verið fengin til þess sérstök lagaheimild.“. Þetta fyrirkomulag erum við Íslendingar farnir að þekkja nokkuð vel. Í bókun 35, sem á sér stoð í 3. gr. EES samningsins (lög nr. 2/1993), segir að stefnt sé að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Í síðari hluta bókunarinnar segir: „Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra (sic) settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“. Framangreindir nefndarmenn fullyrtu að ekki verði betur séð en þessi síðari hluti bókunarinnar sé ósamrýmanlegur fyrri hluta bókunarinnar. Hver er ástæðan? Ástæðan er sú að lagaákvæði, sem kvæði á um að EES-reglur gangi framar reglum landsréttar, felur í sér framsal löggjafavalds. Því hefur þessi síðari hluti ekki mikið efnislegt gildi. Í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem skilaði af sér til utanríkisráðherra skýrslu í september 2019, segir að áminningarbréf (e. letter of formal notice) hafi borist Íslandi frá ESA 13. desember 2017 og fundið að því hvernig staðið væri að framkvæmd eða innleiðingu bókunnar 35 af íslenskum dómstólum. Brást utanríkisráðherra við þessu með því að skipa starfshóp 22. maí 2018 til að meta hvort athugasemdir stofnunarinnar kalli á endurskoðun 3. gr. laga nr. 2/1993 um EES samninginn. Í þessum starfshóp sátu lögfræðingarnir Stefán Geir Þórisson, formaður, Bryndís Helgadóttir, Kristján Andri Sveinsson, Margrét Einarsdóttir og Páll Þórhallsson. Skilaði starfshópurinn skýrslu og tillögum 3. ágúst 2018. Niðurstaðan var m.a. sú að 3. gr. laga nr. 2/1993 uppfylli ekki þær þjóðarréttarlegu skuldbindingar sem mælt er fyrir um í bókun 35. Sagt er: ,,Starfshópurinn „telur“ einu raunhæfu leiðina að leita eftir viðeigandi breytingum á lögunum.“. Markmiðið, skv. áliti starfshópsins, sé að þannig megi koma á móts við athugasemdir ESA í áminningarbréfinu og þannig yrði ,,samningsbrotamál væntanlega“ úr sögunni. Það er því engin vissa fyrir því. Því er ekki séð, sé litið út frá þessu efni m.t.t. dómsvaldsins, að um sé að ræða óleyst mál milli Eftirlitsstofnunar EFTA og íslenskra stjórnvalda. Svo er áréttað að í 3. gr. EES-samningsins er kveðið á um trúnaðarskyldur samningsaðila og að þær hvíli á öllum handhöfum ríkisvalds. Samningsaðilar skuli því gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af EES-samningnum leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum samningsins verði náð. Þeir sem unnu skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem unnin var fyrir Alþingi að beiðni utanríkisráðherra, voru; Björn Bjarnason, Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir. Nutu þau aðstoðar Gauks Jörundssonar lögfræðings. Í lokaorðum V. kafla segir: ,,Hér hefur verið tekið saman efni sem sýnir að á vettvangi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins hefur verið gripið til athugana og aðgerða til að laga starfsemi þessara greina ríkisvaldsins að nýjum kröfum vegna aðildar að lagasamstarfinu sem er grundvöllur EES-aðildarinnar og lykillinn að því að tryggð sé hindrunarlaus aðild Íslands að sameiginlega markaðnum í krafti fjórfrelsisins.“. Hér er ekki betur séð en hópurinn kalli eftir því að við föllum fjórum fótum fyrir framan ESA í þessu máli. Þar bresta krosstré sem önnur tré. Hvorki má í þessum skýrslutexta lesa mikla sjálfstæðisbaráttu né framsókn til fullveldis. Hins vegar má lesa úr dómum Hæstaréttar Íslands að lög nr. 2/1993 um EES hafi sömu stöðu og almenn lög (sbr. HRD 274/2006, HRD 92/2013 ofl.). Spurningin er sú hvernig ætlar ný ríkisstjórn að taka á þessu máli. Mun hún selja löggjafavaldið alfarið úr landi eða ekki? Er síðasta sneiðin eftir? Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.) Höfundur er fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt í þriðja heiminum að önnur ríki, stórfyrirtæki og jafnvel einstaklingar nái tökum á stjórn vanþróaðra ríkja. Til að koma í veg fyrir þetta hafa lönd og ríkjasambönd leitast við að tryggja samstöðu og sama á við um hernaðarbandalög. Hitt er sjaldgæfara að stofnað sé til hernaðarbandalaga til að taka yfir önnur lönd þó Sovétríkin og Varsjárbandalagið hafi reyndar verið með slík heimsyfirráð í stefnuskrám sínum. Skömmu eftir gildistöku laga nr. 2/1993 um EES-samninginn fór að gæta að miklum vandamálum innan íslenskrar stjórnsýslu við innleiðingar á tilskipunum sem rötuðu með misgáfulegum hætti í íslenska löggjöf. Varð það til þess að þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, setti á laggirnar nefnd til að fara yfir öll ósköpin. Nefndina skipuðu hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður, þáverandi ráðuneytisstjóri, Árni Kolbeinsson og dr. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor. Skilaði nefndin af sér árið 1998. Niðurstaða nefndarinnar er að hingað höfðu streymt reglugerðir og tilsvarandi tilskipanir um hríð frá Brussel sem enga lagastoð höfðu en í þeim sumum var fjallað um refsingar sem hvergi var að finna stafkrók um í íslenskri löggjöf. Svo var hitt að, sem var öllu verra þó hið fyrra hafi verið mjög slæmt, er að þessar reglugerðir og tilskipanir voru innleidd í íslenska löggjöf sem gerði íslenskum þegnum og fyrirtækjum að uppfylla strangari skilyrði en aðrir innan hins evrópska efnahagssvæðis (EES). Þar segir m.a.: ,,Með því að ákveða í settum lögum á Íslandi almenna útboðsskyldu á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir opinbera þjónustusamninga sem fara yfir tiltekin stærðarmörk, án þess að undanskilja skyldunni þá samninga sem undan eru skildir í þeirri tilskipun sem um þetta fjallar, höfum við orðið „kaþólskari en páfinn“, án þess að séð verði að slíkt hafi vakað fyrir nokkrum manni. Er alveg ljóst, að ráðherra er óheimilt að ákveða með almennum stjórnvaldsfyrirmælum undanþágur frá útboðsskyldunni hafi honum ekki verið fengin til þess sérstök lagaheimild.“. Þetta fyrirkomulag erum við Íslendingar farnir að þekkja nokkuð vel. Í bókun 35, sem á sér stoð í 3. gr. EES samningsins (lög nr. 2/1993), segir að stefnt sé að einsleitu Evrópsku efnahagssvæði sem byggist á sameiginlegum reglum, án þess að samningsaðila sé gert að framselja löggjafarvald til stofnana Evrópska efnahagssvæðisins. Í síðari hluta bókunarinnar segir: „Vegna tilvika þar sem getur komið til árekstra á milli EES-reglna sem komnar eru til framkvæmdar og annarra (sic) settra laga, skuldbinda EFTA-ríkin sig til að setja, ef þörf krefur, lagaákvæði þess efnis að EES-reglur gildi í þeim tilvikum.“. Framangreindir nefndarmenn fullyrtu að ekki verði betur séð en þessi síðari hluti bókunarinnar sé ósamrýmanlegur fyrri hluta bókunarinnar. Hver er ástæðan? Ástæðan er sú að lagaákvæði, sem kvæði á um að EES-reglur gangi framar reglum landsréttar, felur í sér framsal löggjafavalds. Því hefur þessi síðari hluti ekki mikið efnislegt gildi. Í skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem skilaði af sér til utanríkisráðherra skýrslu í september 2019, segir að áminningarbréf (e. letter of formal notice) hafi borist Íslandi frá ESA 13. desember 2017 og fundið að því hvernig staðið væri að framkvæmd eða innleiðingu bókunnar 35 af íslenskum dómstólum. Brást utanríkisráðherra við þessu með því að skipa starfshóp 22. maí 2018 til að meta hvort athugasemdir stofnunarinnar kalli á endurskoðun 3. gr. laga nr. 2/1993 um EES samninginn. Í þessum starfshóp sátu lögfræðingarnir Stefán Geir Þórisson, formaður, Bryndís Helgadóttir, Kristján Andri Sveinsson, Margrét Einarsdóttir og Páll Þórhallsson. Skilaði starfshópurinn skýrslu og tillögum 3. ágúst 2018. Niðurstaðan var m.a. sú að 3. gr. laga nr. 2/1993 uppfylli ekki þær þjóðarréttarlegu skuldbindingar sem mælt er fyrir um í bókun 35. Sagt er: ,,Starfshópurinn „telur“ einu raunhæfu leiðina að leita eftir viðeigandi breytingum á lögunum.“. Markmiðið, skv. áliti starfshópsins, sé að þannig megi koma á móts við athugasemdir ESA í áminningarbréfinu og þannig yrði ,,samningsbrotamál væntanlega“ úr sögunni. Það er því engin vissa fyrir því. Því er ekki séð, sé litið út frá þessu efni m.t.t. dómsvaldsins, að um sé að ræða óleyst mál milli Eftirlitsstofnunar EFTA og íslenskra stjórnvalda. Svo er áréttað að í 3. gr. EES-samningsins er kveðið á um trúnaðarskyldur samningsaðila og að þær hvíli á öllum handhöfum ríkisvalds. Samningsaðilar skuli því gera allar viðeigandi almennar eða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að staðið verði við þær skuldbindingar sem af EES-samningnum leiðir. Þeir skulu varast ráðstafanir sem teflt geta því í tvísýnu að markmiðum samningsins verði náð. Þeir sem unnu skýrslu starfshóps um EES-samstarfið, sem unnin var fyrir Alþingi að beiðni utanríkisráðherra, voru; Björn Bjarnason, Kristrún Heimisdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir. Nutu þau aðstoðar Gauks Jörundssonar lögfræðings. Í lokaorðum V. kafla segir: ,,Hér hefur verið tekið saman efni sem sýnir að á vettvangi framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins hefur verið gripið til athugana og aðgerða til að laga starfsemi þessara greina ríkisvaldsins að nýjum kröfum vegna aðildar að lagasamstarfinu sem er grundvöllur EES-aðildarinnar og lykillinn að því að tryggð sé hindrunarlaus aðild Íslands að sameiginlega markaðnum í krafti fjórfrelsisins.“. Hér er ekki betur séð en hópurinn kalli eftir því að við föllum fjórum fótum fyrir framan ESA í þessu máli. Þar bresta krosstré sem önnur tré. Hvorki má í þessum skýrslutexta lesa mikla sjálfstæðisbaráttu né framsókn til fullveldis. Hins vegar má lesa úr dómum Hæstaréttar Íslands að lög nr. 2/1993 um EES hafi sömu stöðu og almenn lög (sbr. HRD 274/2006, HRD 92/2013 ofl.). Spurningin er sú hvernig ætlar ný ríkisstjórn að taka á þessu máli. Mun hún selja löggjafavaldið alfarið úr landi eða ekki? Er síðasta sneiðin eftir? Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima." (Eldur í Kaupinhafn. 13. kafli. Arnas Arnæus.) Höfundur er fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar og skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun