Umfjöllun og viðtöl: Fram - Selfoss 29-23 | Sanngjarn sigur gegn þunnskipuðum Selfyssingum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 23. september 2021 22:34 Vilhelm Poulsen var frábær í liði Fram í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fram unnu öruggan sex marka sigur á Selfoss á heimavelli í 2. umferð Olís deildar karla. Lokatölur 29-23, en leikurinn var fyrsti deildarleikur Selfoss þetta tímabilið og þrátt fyrir gott gengi í evrópukeppni EHF í síðustu viku áttu þeir erfitt uppdráttar strax frá fyrstu mínútu. Leikurinn byrjaði með miklu hraði og var hann nokkuð jafn fyrstu fimm mínúturnar. Loks þegar hægðist á leiknum og liðin fóru að finna sig náði Fram tveggja marka forystu. Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss, til lítillar gleði en hann fékk strax tiltal frá dómurum leiksins eftir aðeins sex mínútna leik. Framarar voru alltaf nokkrum skrefum á undan Selfoss í leiknum og rétt undir lok fyrri hálfleiks voru þeir komnir í sex marka forystu, 15-9. Selfyssingar náðu þó að minnka muninn í fimm mörk þegar fyrri hálfleikur var flautaður af og staðan í hálfleik þar með 15-10. Eltingaleikurinn hélt áfram í síðari hálfleik þar sem Framarar héldu yfirburðar forystu stærstan hluta síðari hálfleiks. Þegar tæpt korter var liðið á síðari hálfleik misstu Fram leikmann útaf og mátti segja að það hafi haldið leiknum spennandi því Selfyssingum tókst að minnka muninn í tvö mörk. Það dugði þó skammt því Fram voru ekki lengi að ná upp forystunni á ný. Undir lok leiks fékk Halldór Jóhanan að lýta gula spjaldið, við mikinn fögnum stuðningsmanna Fram. Það þýddi þó lítið því Fram tókst að koma sér enn og aftur í sex marka forystu og þar með lauk leiknum. Staðan 29-23, Fram í vil. Afhverju vann Fram? Fram áttu leikinn alveg frá byrjun. Þeir mættu töluvert tilbúnari til leiks og þegar liðin fóru að róa og stilla upp tóku Framarar fram úr Selfoss. Varnarleikur þeirra var virkilega góður sem og sóknirnar. Þegar vörnin fór að virka kom markvarslan inn sem hjálpaði þeim virkilega mikið. Þeir voru heilt yfir yfirvegaðari og skipulagðari og skilaði það þeim sigri í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fram átti Lárus Helgi frábæran leik í markinu en hann varði 13 bolta í dag sem skilaði honum 38% markvörslu. Vilhelm Poulsen var virkilega flottur í dag en hann sýndi mikinn karakter fyrir sitt lið og skoraði níu mörk. Rógvi Dal Christiansen var næst markahæstur hjá Fram með fjögur mörk. Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk en hann sýndi mikið frumkvæði fyrir lið sitt í dag. Hergeir Grímsson átti einnig flottan leik en hann skoraði sex mörk. Hvað gekk illa? Selfoss áttu erfitt með að finna sig í dag. Þeim gekk illa að skapa sér færi og voru virkilega hvatvísir á köflum sem var þeim ekki til góðs. Leikurinn lá of mikið í höndunum á þremur til fjórum leikmönnum liðsins. Einnig vantaði nokkuð upp á varnarleik Selfoss í kvöld. Bæði lið brenndu af mörgum dýrmætum færum sem hefðu ef til vill getað breytt stöðunni. Hvað gerist næst? Selfoss mætir liði FH á heimavelli næstkomandi þriðjudag en sá leikur er úr 1. umferð deildarinnar. Mánudaginn 11. október munu Fram leika á útivelli við lið Gróttu í 3. umferð Olís deildarinnar. Lárus Helgi: Í raun var þetta aldrei í hættu Lárus Helgi átti góðan leik í marki Framara í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er bara yndisleg. Mér fannst við vera fínir á móti Haukum og það voru ákveðnir kaflar sem við klikkuðum á þar en mér fannst við bæta það hér í dag. Að ná að verja heimvöllinn í fyrsta leik er yndislegt.“ „Það er ákveðinn haustbragur á öllum liðum og það tekur mann smá tíma að spila sig inn. En þegar vörnin fer að standa þá verður maður að pikka boltann fyrir aftan, það er ekki spurning. Mér fannst við samt sem áður vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn allan tímann og í raun var þetta aldrei í hættu. Ég er hrikalega ánægður með það að við duttum aldrei niður í þessar 60 mínútur og það er bara frábært.“ „Það var taktur yfir þessu, eins og í leiknum á móti Haukum þá misstum við leikmenn aðeins of oft útaf vegna brottvísanna, við þurfum að passa það. Auðvitað er erfitt að hugsa um það að fá ekki tvær mínútur. Flestir leikir eru samt sem áður í ölduvæn en við náðum að standa það virkilega vel af okkur í dag.“ Halldór Jóhann: Við vorum klaufar að gera ekki betur heldur en við gerðum „Þetta var virkilega slakur leikur af okkar hálfu. Í raun og veru alveg frá byrjun þá vorum við ekki alveg til staðar. Við vorum hálf andlausir og það vantaði ótrúlega mikið inn í okkar leik. Það vantaði líka allan kraft.“ „Við náum að koma þessu niður í tvö mörk svo gerum við okkur seka um klaufamistök. Við töpum boltum í tveimur sóknum í röð og þá er þetta mjög fljótt að fara upp í fimm marka forystu aftur. Þá er þetta orðið rosalega erfitt. Í mómentum þá hefðum við getað komið þessu niður í eitt mark.“ „Við vorum að gera okkur seka um of mikið af einföldum mistökum og það var í raun mesti munurinn á liðunum. Fram gerðu þetta virkilega vel, þeir spiluðu vel, settu á okkur mikla pressu og spiluðu langar sóknir. Við vorum klaufar að gera ekki betur heldur en við gerðum.“ Olís-deild karla Fram UMF Selfoss
Fram unnu öruggan sex marka sigur á Selfoss á heimavelli í 2. umferð Olís deildar karla. Lokatölur 29-23, en leikurinn var fyrsti deildarleikur Selfoss þetta tímabilið og þrátt fyrir gott gengi í evrópukeppni EHF í síðustu viku áttu þeir erfitt uppdráttar strax frá fyrstu mínútu. Leikurinn byrjaði með miklu hraði og var hann nokkuð jafn fyrstu fimm mínúturnar. Loks þegar hægðist á leiknum og liðin fóru að finna sig náði Fram tveggja marka forystu. Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss, til lítillar gleði en hann fékk strax tiltal frá dómurum leiksins eftir aðeins sex mínútna leik. Framarar voru alltaf nokkrum skrefum á undan Selfoss í leiknum og rétt undir lok fyrri hálfleiks voru þeir komnir í sex marka forystu, 15-9. Selfyssingar náðu þó að minnka muninn í fimm mörk þegar fyrri hálfleikur var flautaður af og staðan í hálfleik þar með 15-10. Eltingaleikurinn hélt áfram í síðari hálfleik þar sem Framarar héldu yfirburðar forystu stærstan hluta síðari hálfleiks. Þegar tæpt korter var liðið á síðari hálfleik misstu Fram leikmann útaf og mátti segja að það hafi haldið leiknum spennandi því Selfyssingum tókst að minnka muninn í tvö mörk. Það dugði þó skammt því Fram voru ekki lengi að ná upp forystunni á ný. Undir lok leiks fékk Halldór Jóhanan að lýta gula spjaldið, við mikinn fögnum stuðningsmanna Fram. Það þýddi þó lítið því Fram tókst að koma sér enn og aftur í sex marka forystu og þar með lauk leiknum. Staðan 29-23, Fram í vil. Afhverju vann Fram? Fram áttu leikinn alveg frá byrjun. Þeir mættu töluvert tilbúnari til leiks og þegar liðin fóru að róa og stilla upp tóku Framarar fram úr Selfoss. Varnarleikur þeirra var virkilega góður sem og sóknirnar. Þegar vörnin fór að virka kom markvarslan inn sem hjálpaði þeim virkilega mikið. Þeir voru heilt yfir yfirvegaðari og skipulagðari og skilaði það þeim sigri í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Í liði Fram átti Lárus Helgi frábæran leik í markinu en hann varði 13 bolta í dag sem skilaði honum 38% markvörslu. Vilhelm Poulsen var virkilega flottur í dag en hann sýndi mikinn karakter fyrir sitt lið og skoraði níu mörk. Rógvi Dal Christiansen var næst markahæstur hjá Fram með fjögur mörk. Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk en hann sýndi mikið frumkvæði fyrir lið sitt í dag. Hergeir Grímsson átti einnig flottan leik en hann skoraði sex mörk. Hvað gekk illa? Selfoss áttu erfitt með að finna sig í dag. Þeim gekk illa að skapa sér færi og voru virkilega hvatvísir á köflum sem var þeim ekki til góðs. Leikurinn lá of mikið í höndunum á þremur til fjórum leikmönnum liðsins. Einnig vantaði nokkuð upp á varnarleik Selfoss í kvöld. Bæði lið brenndu af mörgum dýrmætum færum sem hefðu ef til vill getað breytt stöðunni. Hvað gerist næst? Selfoss mætir liði FH á heimavelli næstkomandi þriðjudag en sá leikur er úr 1. umferð deildarinnar. Mánudaginn 11. október munu Fram leika á útivelli við lið Gróttu í 3. umferð Olís deildarinnar. Lárus Helgi: Í raun var þetta aldrei í hættu Lárus Helgi átti góðan leik í marki Framara í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Tilfinningin er bara yndisleg. Mér fannst við vera fínir á móti Haukum og það voru ákveðnir kaflar sem við klikkuðum á þar en mér fannst við bæta það hér í dag. Að ná að verja heimvöllinn í fyrsta leik er yndislegt.“ „Það er ákveðinn haustbragur á öllum liðum og það tekur mann smá tíma að spila sig inn. En þegar vörnin fer að standa þá verður maður að pikka boltann fyrir aftan, það er ekki spurning. Mér fannst við samt sem áður vinna okkur hægt og rólega inn í leikinn allan tímann og í raun var þetta aldrei í hættu. Ég er hrikalega ánægður með það að við duttum aldrei niður í þessar 60 mínútur og það er bara frábært.“ „Það var taktur yfir þessu, eins og í leiknum á móti Haukum þá misstum við leikmenn aðeins of oft útaf vegna brottvísanna, við þurfum að passa það. Auðvitað er erfitt að hugsa um það að fá ekki tvær mínútur. Flestir leikir eru samt sem áður í ölduvæn en við náðum að standa það virkilega vel af okkur í dag.“ Halldór Jóhann: Við vorum klaufar að gera ekki betur heldur en við gerðum „Þetta var virkilega slakur leikur af okkar hálfu. Í raun og veru alveg frá byrjun þá vorum við ekki alveg til staðar. Við vorum hálf andlausir og það vantaði ótrúlega mikið inn í okkar leik. Það vantaði líka allan kraft.“ „Við náum að koma þessu niður í tvö mörk svo gerum við okkur seka um klaufamistök. Við töpum boltum í tveimur sóknum í röð og þá er þetta mjög fljótt að fara upp í fimm marka forystu aftur. Þá er þetta orðið rosalega erfitt. Í mómentum þá hefðum við getað komið þessu niður í eitt mark.“ „Við vorum að gera okkur seka um of mikið af einföldum mistökum og það var í raun mesti munurinn á liðunum. Fram gerðu þetta virkilega vel, þeir spiluðu vel, settu á okkur mikla pressu og spiluðu langar sóknir. Við vorum klaufar að gera ekki betur heldur en við gerðum.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti