Dregur saman á milli stóru flokkanna rétt fyrir kosningarnar í Þýskalandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 11:39 Auglýsingar fyrir þrjá stærstu flokkana í könnunum fyrir sambandsþingskosningarnar í Þýskalandi. Frá vinstri: Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna og Armin Laschet, leiðtogi kristilegra íhaldsmanna. AP/Michael Sohn Aðeins fjórum prósentustigum munar nú á fylgi jafnaðarmanna og Kristilega demókrataflokks Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, þremur dögum fyrir sambandsþingkosningar í Þýskalandi. Dregið hefur saman með flokkunum á lokametrum kosningabaráttunnar. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) mælist nú með 25% og hefur fylgið dregist saman um eitt prósentustig frá því í síðustu könnun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kosningarnar fara fram á sunnudag. Á sama tíma jókst stuðningur við bandalag kristilegra íhaldsflokka um eitt prósent. Kanslaraefni þess er Armin Laschet, arftaki Merkel sem ætlar að draga sig í hlé eftir sextán ár við stjórnvölinn. Kristilegir íhaldsmenn hafa lengi ráðið lögum og lofum í þýskum stjórnmálum og eru þekktir fyrir að styrkja sig eftir því sem nær dregur kjördegi. Því segir New York Times að Laschet eygi enn möguleika á sigri. Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, mælist enn með langmestan stuðning sem næsti kanslari Þýskalands. Hann er varakanslari og fjármálaráðherra í samsteypustjórn Merkel. Stuðningur við græningja hefur aðeins dalað en þeir mælast nú með sextán prósent. Hægriflokkurinn Frjálsir demókratar (FDP) eru fastir í ellefu prósentum. AP-fréttastofan segir að aukinn stuðningur við fjölda smáflokka sem soga fylgi frá þeim stærri gæti flækt stjórnarmyndun í ár. Þá er útlit fyrir að þingmönnum á sambandsþinginu fjölgi verulega vegna kosningalaga. Þingsætum gæti fjölgað úr 709 í átta hundruð eða jafnvel fleiri. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) mælist nú með 25% og hefur fylgið dregist saman um eitt prósentustig frá því í síðustu könnun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kosningarnar fara fram á sunnudag. Á sama tíma jókst stuðningur við bandalag kristilegra íhaldsflokka um eitt prósent. Kanslaraefni þess er Armin Laschet, arftaki Merkel sem ætlar að draga sig í hlé eftir sextán ár við stjórnvölinn. Kristilegir íhaldsmenn hafa lengi ráðið lögum og lofum í þýskum stjórnmálum og eru þekktir fyrir að styrkja sig eftir því sem nær dregur kjördegi. Því segir New York Times að Laschet eygi enn möguleika á sigri. Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, mælist enn með langmestan stuðning sem næsti kanslari Þýskalands. Hann er varakanslari og fjármálaráðherra í samsteypustjórn Merkel. Stuðningur við græningja hefur aðeins dalað en þeir mælast nú með sextán prósent. Hægriflokkurinn Frjálsir demókratar (FDP) eru fastir í ellefu prósentum. AP-fréttastofan segir að aukinn stuðningur við fjölda smáflokka sem soga fylgi frá þeim stærri gæti flækt stjórnarmyndun í ár. Þá er útlit fyrir að þingmönnum á sambandsþinginu fjölgi verulega vegna kosningalaga. Þingsætum gæti fjölgað úr 709 í átta hundruð eða jafnvel fleiri.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira