Að bera saman gúrkur og banana Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. september 2021 10:16 Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Í umræðum um skattamál og lækkun skatta, er því gjarnan hal dið fram að skattar hafi í raun ekkert lækkað í tíð Sjálfstæðisflokksins vegna þess að skattbyrði lægstu launa hafi aukist gríðarlega frá því að staðgreiðsla skatta var tekin upp hér árið 1988. Skattbyrðin hafi farið úr því að vera engin af lágmarkslaunum, í það að vera um 17%. Það er auðvitað alveg satt og rétt að skattbyrði lægstu launa hefur aukist. En hvað veldur þessari auknu skattbyrði? Er það grimm háskattastefna Sjálfstæðisflokksins á láglaunafólk eða býr þar eitthvað annað að baki? Þegar herra Google er spurður um lágmarkslaun árið 1998, svarar hann mér því til að það ár hafi lágmarkslaun í landinu eða lægstu grunnlaun fyrir 40 stunda vinnuviku verið á bilinu 29-31 þúsund krónur á mánuði. Um skattleysismörkin það sama ár segir herra Google að þau hafi verið 44.182 kr. á mánuði. Ef við setjum svo þessar launatölur og skattleysismörkin inn í verðlagsreiknivél Hagstofunnar, þá kemur í ljós að ef lágmarkslaunin hefðu fylgt verðlagi þá væru þau í dag u.þ.b. 165 þús kr. á mánuði. Lágmarkslaun í dag eru hins vegar 351.000 kr. og hækka í 368.000 kr. á mánuði um næstu áramót. Skattleysismörkin, hefðu þau fylgt verðlagi væru hins vegar 234.000 kr. á mánuði, en eru í dag 168.000 kr. Meginástæða þess að lágmarkslaun eru ekki lengur skattfrjáls er því fyrst og fremst sú að lágmarkslaun hafa hækkað verulega og eru rúmlega tvöfalt hærri en þau væru, hefðu þau fylgt verðlagi. Reyndar væri persónuaflátturinn 66.000 kr. hærri en hann er í dag, hefði hann fylgt verðlagi. Má alveg, mér að meinalausu, gera athugasemdir við það að stjórnvöld hafi ekki tryggt það að persónuaflátturinn fylgdi verðlagi. En það hefði þó ekki breytt því að lágmarkslaun væru heldur ekki skattlaus. Á meðan að lágmarkslaunin hafa hækkað með þessum hætti, undanfarna áratugi, má draga af því þær ályktanir að hækkun hæstu launa hafi verið eitthvað eða jafnvel töluvert minni. Enda launajöfnuður þessi misserin með því mesta sem þekkist á byggðu bóli. Það er því nokkuð rökrétt að draga þær ályktanir að það sé einmitt ástæða þess að skattbyrðin á hæstu tekjurnar hafi ekki aukist jafn hratt og á aðrar tekjur sem hækkað hafa hlutfallslega meira. Það má auðvitað alltaf deila um það með hvaða hætti persónuafsláttur ætti að taka breytingum á milli ára. Hvort hann ætti að fylgja launavísitölu eða verðlagsvísitölu. Eðlilegast væri að hann fylgdi verðlagi. Hann hækkar þá jafnt hjá öllum. Ef að hann fylgdi launavísitölu eða meðalhækkun launa, þá myndi sú leið að minnka launabilið með því að hækka lægstu laun hlutfallslega meira en önnur laun torsóttari. Þar sem persónuafslátturinn myndi hækka minna en lægstu launin og þar með auka skattbyrði þeirra launa sem hækkuðu umfram meðaltalið. Það sem hlýtur þó að skipta máli þegar málin eru skoðuð ofan í kjölinn, að þrátt fyrir aukna skattbyrði lægstu launa sem hækkað hafa hvað mest hlutfallslega undanfarin ár og áratugi, þá hafa ráðstöfunartekjur lægstu launahópanna aukist hvað mest í kröftugri kaupmáttaraukningu undangenginna ára. Það er því að ofansögðu frekar hæpið, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að láglaunafólk og reyndar allir aðrir sem notið hafa aukinnar hagsældar undanfarinna ára og áratuga séu nú skattpíndir sem aldrei fyrr. Ef að menn ætla að bera saman kjör fólks á mismunandi tímabilum, þurfa menn að taka allt með í reikninginn. Mögulega þjónar þó slíkur hálfsannleikur pólitískum tilgangi þeirra sem hann viðhafa. En það breytir því þó ekki að menn bera saman gúrkur og banana til þess að helga þá ólyfjan. Höfundur er bílstjóri.
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun