Ákall eftir einkarekstri? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:31 Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Suðvesturkjördæmi Heilbrigðismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur verið góð samstaða um að heilbrigðisþjónusta eigi að vera kostuð af ríkinu og allir eigi að hafa jafnan aðgang að henni. Vinstri græn líta á aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem sjálfsögð mannréttindi og hreyfingin lagt mikla áherslu á að efla opinbera heilbrigðiskerfið, einkum með uppbyggingu Landspítalans og eflingu heilsugæslunnar og aukinnar áherslu á geðheilbrigðismál. Þá hefur kostnaðarþátttaka sjúklinga lækkað á kjörtímabilinu og er nú á pari við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Hjá okkur hefur einnig verið rík hefð fyrir því að viss verkefni innan heilbrigðisþjónustu væru á hendi einkaaðila, en kostuð að mestu af ríkinu. Þar má nefna rekstur hjúkrunarheimila, starfsstofur sérfræðilækna, nokkrar heilsugæslustöðvar og starfsstöðvar heimilislækna, tannlækna og sjúkraþjálfara og fleiri. Þetta hefur verið þannig að í kring um fjórðungur af allri heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur verið rekinn með þessum hætti. Um þetta hefur ríkt ágæt sátt í samfélaginu. Spítalarekstur og bróðurpartur heilsugæslunnar hefur þó verið á hendi ríkisins, enda góð sátt um það, eins og fjöldi kannana hefur sýnt. Almenningur hefur ekki kallað eftir auknu vægi einkarekstrar í íslensku heilbrigðiskerfi. Eflum heilbrigðiskerfið Vinstri græn vilja efla heilbrigðiskerfið og hafa sýnt það á undanförnum 4 árum. Við teljum að rekstur heilbrigðisþjónustu eigi ekki að vera í hagnaðarskyni eða vettvangur arðgreiðslna út úr fyrirtækjum. Rekstur óhagnaðardrifinnar heilbrigðisþjónustu á sér langa sögu um allan hinn vestræna heim. Þar er hugsunin að það fjármagn sem samið er um að veita til heilbrigðisþjónustu nýtist til hennar en sé ekki tekið út úr fyrirtækjum sem sækja sér greiðslur til opinberra aðila. Vinstri græn munu áfram standa vörð um rétt fólks til heilbrigðisþjónustu. Einkarekstur með gegnsæjum samningum og án hagnaðarsjónarmiða hefur reynst vel og verður áfram hluti af okkar heilbrigðisþjónustu. En ákallið eftir auknum einkarekstri á fleiri sviðum í gróðaskyni er ekki það sem við heyrum. Höfundur er alþingismaður og öldrunarlæknir og í 3. sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar