Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 22. september 2021 17:30 Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi. Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins. Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt. Aðgerðir Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði. Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu. En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi. Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins. Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt. Aðgerðir Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði. Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu. En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun