Fagnaðarerindið Símon Vestarr skrifar 23. september 2021 06:01 Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það: Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Ég tek svo stórt upp í mig að kalla þennan pistil „fagnaðarerindið“ af því að hún er loksins komin. Hver er komin? spyrðu undrandi. Maísólin, bræður og systur! Maísólin! Vetri sérhvers vinnandi manns er lokið og í dag skín maísólin okkar. Hún hefur alltaf verið svo óþægilega fjarlæg – alltaf á leiðinni að fara að koma „á morgun“ – en nú er hún komin. Hún er komin til mín og þín, bræður og systur! Og ekki misskilja mig. Þegar ég segi „bræður og systur“ er ég ekki bara að vísa til þeirra sem skarta sósíalistastjörnunni á fésbókarportrettinu og tóku þátt í að smíða þennan flokk frá grunni. Ekki er ég heldur aðeins að ávarpa sósíalista á heimsvísu sem lyftu því grettistaki að ná slyðruorðinu af sósíalistahugtakinu sem heimsveldin í vestri og austri tóku sameiginlegan þátt í að smyrja á það á tuttugustu öldinni. Ég takmarka ekki einu sinni fagnaðarboðskap minn við vinstrafólk almennt, þó svo að það fólk sé vissulega líklegra til að vera sammála mér um maísólina. Nei, við erum öll bræður og systur og maísólin er komin til okkar allra. Hún snerist aldrei um að hafa eitthvað af einum eða neinum og færa það öðrum. Hún snerist um að frelsa okkur öll úr viðjum rotinnar sjálfsdýrkunar – jafnt auðuga sem fátæka. Sósíalistar tala mikið um síðarnefnda hópinn, enda er fátækt á Íslandi fullkomlega óþörf. Afurð af fyrirkomulagi sem mokar gnægð lífsgæða undir einn hóp og útilokar annan. En kapítalisminn elur á gremju og sundrungu og þess vegna er maísólin fagnaðarefni fyrir hin auðugu líka. Þau eru bræður okkar og systur og ég ætla að ávarpa þau núna. Sæl og blessuð! Ef þú ert manneskja sem lifir á eignum sínum og hefur ráðstöfunarrétt yfir arðinum af fyrirhöfn annarra þá mun maísólin losa þig við þau andlegu þyngsli sem fylgja því að burðast með fjárfúlgur sem þú myndir ekki geta eytt þótt þú ætir gæsalifur í hvert mál á veitingahúsi við Champs-Élysées með Elton John í stólnum andspænis þér að syngja Goodbye Yellow-Brick Road. Og auðvitað samviskubitið. Játaðu það fyrir speglinum ef ekki neinum öðrum að þér líður ekki vel með að sumir líði skort á meðan þú hefur meira en þú gætir nokkur tíma notað. Þú er bróðir minn eða systir líka. Maísólin er lífsbjörg okkar en hún er líka sáluhjálp þín. Ef þú ert manneskja á háum launum þá hefurðu kannski meiri samkennd með hinum lægst launuðu og lífeyrisþegum sem líða skort og vilt að allir séu jafnöruggir og þú. Til hamingju, bróðir/systir! Maísólin er komin! Hvað meina ég með þessu? Meina ég að fyrirmyndarland útópískra hugsuða eða hið stéttlausa samfélag sem Marx eða Bakúnín sáu fyrir sér sé orðið að veruleika? Auðvitað ekki. Meina ég að jöfnuður og félagslegt réttlæti sé komið á langþráða endastöð? Svo sannarlega ekki. Þegar ég segi að maísólin sé komin þá meina ég að áðurnefndum vetri sérhverrar vinnandi eða óvinnufærrar manneskju sé lokið. Ísinn er ekki bráðnaður en þíðan er hafin. Þetta gerðist hægt eftir hrunið og janúarbyltinguna. Hægar en við hefðum viljað. En smám saman varð fólk meðvitaðra um spillingareðli kapítalismans, verkalýðshreyfingin vaknaði til stéttarvitundar og flokkur undir fána sósíalismans er kominn á kjörseðilinn. Vorið er ekki endalok eða fullkomnun hlýnunarskeiðs heldur upphaf þess. Maísólin segir okkur ekki að kapítalisminn sé liðinn undir lok. Hún segir okkur einfaldlega að byltingin sé hafin og að ekkert muni geta stöðvað hana. Fögnum þessu, bræður og systur! Jafnaðarsamfélagið er ekki bara kosturinn sem samviskan býður okkur að velja heldur það eina sem skynsemin getur skrifað upp á. Enginn hefur neitt að óttast frá sósíalistum. Þaðan af síst einn af uppáhalds rithöfundum mínum þegar ég var um tvítugt – Hallgrímur Helgason. Svar mitt við hræðsluáróðri hans um ímyndaðar alræðistilhneigingar sósíalista er eftirfarandi skilaboð: Tuttugasta öldin hringdi og vildi fá kaldastríðs-moggabullið sitt til baka. Þú ert bróðir minn í baráttunni fyrir betra samfélagi, Hallgrímur. Ekki gleyma því í þættinum Kratar vs. Kommar (í raunveruleikaseríunni Kosningabarátta). Ég skal ekki fullyrða að allir í röðum sósíalista hafi forðast persónuárásir í málefnadeilum við þig og okkur ber auðvitað að varast slíkt. En að smyrja á okkur stalínisma er fyrir neðan þína virðingu. Sérstaklega núna, þegar maísól skín í heiði og nýtt skeið er runnið upp. Við launafólk höfum engu að tapa öðru en hlekkjum okkar og heila veröld að vinna. Hættum öllu auðvaldsdaðri og skilum rauðu á kjördag. XJ er eina vitið. Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Símon Vestarr Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Nei, bíddu … maður byrjar ekki sósíalistapistil svona. Eða jú, ég ætla bara víst að gera það: Sjá! ég færi yður mikinn fögnuð! Ég tek svo stórt upp í mig að kalla þennan pistil „fagnaðarerindið“ af því að hún er loksins komin. Hver er komin? spyrðu undrandi. Maísólin, bræður og systur! Maísólin! Vetri sérhvers vinnandi manns er lokið og í dag skín maísólin okkar. Hún hefur alltaf verið svo óþægilega fjarlæg – alltaf á leiðinni að fara að koma „á morgun“ – en nú er hún komin. Hún er komin til mín og þín, bræður og systur! Og ekki misskilja mig. Þegar ég segi „bræður og systur“ er ég ekki bara að vísa til þeirra sem skarta sósíalistastjörnunni á fésbókarportrettinu og tóku þátt í að smíða þennan flokk frá grunni. Ekki er ég heldur aðeins að ávarpa sósíalista á heimsvísu sem lyftu því grettistaki að ná slyðruorðinu af sósíalistahugtakinu sem heimsveldin í vestri og austri tóku sameiginlegan þátt í að smyrja á það á tuttugustu öldinni. Ég takmarka ekki einu sinni fagnaðarboðskap minn við vinstrafólk almennt, þó svo að það fólk sé vissulega líklegra til að vera sammála mér um maísólina. Nei, við erum öll bræður og systur og maísólin er komin til okkar allra. Hún snerist aldrei um að hafa eitthvað af einum eða neinum og færa það öðrum. Hún snerist um að frelsa okkur öll úr viðjum rotinnar sjálfsdýrkunar – jafnt auðuga sem fátæka. Sósíalistar tala mikið um síðarnefnda hópinn, enda er fátækt á Íslandi fullkomlega óþörf. Afurð af fyrirkomulagi sem mokar gnægð lífsgæða undir einn hóp og útilokar annan. En kapítalisminn elur á gremju og sundrungu og þess vegna er maísólin fagnaðarefni fyrir hin auðugu líka. Þau eru bræður okkar og systur og ég ætla að ávarpa þau núna. Sæl og blessuð! Ef þú ert manneskja sem lifir á eignum sínum og hefur ráðstöfunarrétt yfir arðinum af fyrirhöfn annarra þá mun maísólin losa þig við þau andlegu þyngsli sem fylgja því að burðast með fjárfúlgur sem þú myndir ekki geta eytt þótt þú ætir gæsalifur í hvert mál á veitingahúsi við Champs-Élysées með Elton John í stólnum andspænis þér að syngja Goodbye Yellow-Brick Road. Og auðvitað samviskubitið. Játaðu það fyrir speglinum ef ekki neinum öðrum að þér líður ekki vel með að sumir líði skort á meðan þú hefur meira en þú gætir nokkur tíma notað. Þú er bróðir minn eða systir líka. Maísólin er lífsbjörg okkar en hún er líka sáluhjálp þín. Ef þú ert manneskja á háum launum þá hefurðu kannski meiri samkennd með hinum lægst launuðu og lífeyrisþegum sem líða skort og vilt að allir séu jafnöruggir og þú. Til hamingju, bróðir/systir! Maísólin er komin! Hvað meina ég með þessu? Meina ég að fyrirmyndarland útópískra hugsuða eða hið stéttlausa samfélag sem Marx eða Bakúnín sáu fyrir sér sé orðið að veruleika? Auðvitað ekki. Meina ég að jöfnuður og félagslegt réttlæti sé komið á langþráða endastöð? Svo sannarlega ekki. Þegar ég segi að maísólin sé komin þá meina ég að áðurnefndum vetri sérhverrar vinnandi eða óvinnufærrar manneskju sé lokið. Ísinn er ekki bráðnaður en þíðan er hafin. Þetta gerðist hægt eftir hrunið og janúarbyltinguna. Hægar en við hefðum viljað. En smám saman varð fólk meðvitaðra um spillingareðli kapítalismans, verkalýðshreyfingin vaknaði til stéttarvitundar og flokkur undir fána sósíalismans er kominn á kjörseðilinn. Vorið er ekki endalok eða fullkomnun hlýnunarskeiðs heldur upphaf þess. Maísólin segir okkur ekki að kapítalisminn sé liðinn undir lok. Hún segir okkur einfaldlega að byltingin sé hafin og að ekkert muni geta stöðvað hana. Fögnum þessu, bræður og systur! Jafnaðarsamfélagið er ekki bara kosturinn sem samviskan býður okkur að velja heldur það eina sem skynsemin getur skrifað upp á. Enginn hefur neitt að óttast frá sósíalistum. Þaðan af síst einn af uppáhalds rithöfundum mínum þegar ég var um tvítugt – Hallgrímur Helgason. Svar mitt við hræðsluáróðri hans um ímyndaðar alræðistilhneigingar sósíalista er eftirfarandi skilaboð: Tuttugasta öldin hringdi og vildi fá kaldastríðs-moggabullið sitt til baka. Þú ert bróðir minn í baráttunni fyrir betra samfélagi, Hallgrímur. Ekki gleyma því í þættinum Kratar vs. Kommar (í raunveruleikaseríunni Kosningabarátta). Ég skal ekki fullyrða að allir í röðum sósíalista hafi forðast persónuárásir í málefnadeilum við þig og okkur ber auðvitað að varast slíkt. En að smyrja á okkur stalínisma er fyrir neðan þína virðingu. Sérstaklega núna, þegar maísól skín í heiði og nýtt skeið er runnið upp. Við launafólk höfum engu að tapa öðru en hlekkjum okkar og heila veröld að vinna. Hættum öllu auðvaldsdaðri og skilum rauðu á kjördag. XJ er eina vitið. Höfundur er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun