Derby í greiðslustöðvun og missir tólf stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 12:48 Wayne Rooney er í afar erfiðri stöðu hjá Derby County. getty/Barrington Coombs Enska B-deildarliðið Derby County hefur verið sett í greiðslustöðvun vegna fjárhagsörðugleika. Tólf stig hafa verið dregin af Derby og liðið situr því á botni B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Kórónuveirufaraldurinn fór sérstaklega illa með Derby en talið er að hann hafi kostað félagið tuttugu milljónir punda. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri en hann tók við liðinu um miðjan janúar á þessu ári. Í viðtali eftir sigurinn á Stoke City um helgina sagðist hann ætla að hjálpa starfsfólki Derby sem myndi missa vinnuna á næstu dögum. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman,“ sagði Rooney. Forráðamenn Derby leita nú að nýjum eigendum til að bjarga félaginu. Vonast er til að liðið geti klárað tímabilið í ensku B-deildinni. Mel Morris eignaðist meirihlut í Derby 2015 en hefur reynt að selja félagið síðan 2019. Að hans sögn hefur hann tapað í kringum tvö hundruð milljónum punda á félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Stórleikur á Ásvöllum Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Sjá meira
Tólf stig hafa verið dregin af Derby og liðið situr því á botni B-deildarinnar með tvö stig í mínus. Kórónuveirufaraldurinn fór sérstaklega illa með Derby en talið er að hann hafi kostað félagið tuttugu milljónir punda. Wayne Rooney er knattspyrnustjóri en hann tók við liðinu um miðjan janúar á þessu ári. Í viðtali eftir sigurinn á Stoke City um helgina sagðist hann ætla að hjálpa starfsfólki Derby sem myndi missa vinnuna á næstu dögum. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman,“ sagði Rooney. Forráðamenn Derby leita nú að nýjum eigendum til að bjarga félaginu. Vonast er til að liðið geti klárað tímabilið í ensku B-deildinni. Mel Morris eignaðist meirihlut í Derby 2015 en hefur reynt að selja félagið síðan 2019. Að hans sögn hefur hann tapað í kringum tvö hundruð milljónum punda á félaginu. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Stórleikur á Ásvöllum Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Í beinni: Tindastóll - Þór Ak. | Norðurlandið nötrar Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu „Fann að það héldu allir með okkur“ Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti