Eitt samfélag eða tvö? Sabine Leskopf skrifar 22. september 2021 13:47 Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi. Það segir okkur svo margt. Það segir okkur að á Íslandi ríkir þjóðarsátt um samfélag með mannréttindi að leiðarljósi. Úr baráttu fyrir t.d. réttindum kvenna eða hinsegin fólks þá vitum við að jöfnuður og stuðningur við mannréttindi almennt er grundvöllur lýðræðis og velgengni í samfélaginu öllu. En við eigum enn eftir að læra betur hvernig nákvæmlega það sama á við um málefni innflytjenda. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í dómsmálaráðuneytinu og Framsókn í félags- og barnamálaráðuneytinu. Kjörtímabilið einkenndist af mannúðarleysi hins vegar og aðgerðarleysi annars vegar. Íslensku þjóðinni ofbauð oftar en einu sinni hvernig fjölskyldur með lítil börn eða ófrískar konur voru sendar úr landi, jafnvel gegn gildandi lagavernd fyrir þau. Nýjasta dæmi um óstjórn og hörku í þessum málaflokki er þegar dómsmálaráðherra skipaði staðgengil forstjóra og lengi starfandi forstjóra Útlendingastofnunar sem formann Kærunefndar útlendingamála. Nefnd sem á að vera eina von þeirra sem telja sig ekki hafa fengið lögmæta og sanngjarna meðferð hjá Útlendingastofnun verður stjórnað af manni sem bar ábyrgð á nákvæmlega þessari meðferð. Og hvað gerði félags- og barnamálaráðherra þegar minnsti mögulega gluggi var til að bjarga lífi ættingjum íslenskra ríkisborgara í Afganistan eða kvenna sem hafa í gegnum samstarf við Ísland lagt sitt að mörkum í kvennabaráttu þar og óttast nú um líf sitt? Hann setti málið í nefnd sem komst ekki að niðurstöðu fyrr en allar útgönguleiðir úr brennandi húsi voru að lokast. Allan þennan tíma var samt ekki tími að heyra í þeim sveitarfélögum sem gætu tekið á móti þessum fjölda. Sem varð reyndar aldrei neinn fjöldi. Af þeim 120 flóttamönnum sem átti að taka á móti tókst að ná í 30 úr bráðri lífshættu. Í skúffu ráðherrans liggur svo fullunnin framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda en gamla áætlunin rann út í fyrra. Ekkert bólar á henni þó að tækifærin að leggja hana fyrir þingið hafi verið til staðar. Framkvæmdaáætlun þessi, sem unnin var í góðu samráði við mjög marga hagaðila, snertir líf þeirra 50.000 innflytjenda sem hér búa. Engar af þessum fjölmörgum aðgerðum voru sem sagt samþykktar; til að stuðla að því að innflytjendur læri íslensku, til að verða hluti af samfélaginu eða fái að njóta menntunar sinnar til góðs. Árið 2020 var samþykkt þingsályktunartillaga frá Guðjóni Brjánssýni, þingmanni Samfylkingarinnar, um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en svo hefur ekki heyrst meir. Samfylkingin leggur hins vegar til skýrar aðgerðir og hefur verið með forystu í þessum málaflokki lengi og talað m.a. fyrir eftirfarandi áherslum: Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Íslenskukennsla þarf að vera ódýr eða gjaldfrjáls, aðgengileg og fjölbreytt og þarf að henta vinnandi fólki. Nemendur með annað móðurmál þurfa að fá fyrsta flokks íslenskukennslu og aukna aðstoð við móðurmálsnám en þar hefur Reykjavíkurborg undir forystu Samfylkingarinnar lengi dregið vagninn, nú síðast með 143 milljónum króna til viðbótar til málaflokksins. Tryggja fólki af erlendum uppruna með háskólamenntun að fá menntun sína metna á Íslandi og vinna gegn því að nemendur með annað móðurmál en íslensku fái ekki aðgang að háskólamenntun hér til jafns við aðra. Einnig má hér nefna að Samfylkingin styður fjölbreyttara atvinnulíf en hefur verið hér á landi þar sem fjöldi innflytjenda vinna í atvinnugreinum með lág laun og engin tengsl við íslenskt samfélag og er það mjög varhugaverð þróun. Í núverandi atvinnulífi haldast innflytjendur nefnilega aðallega í þeim láglaunastörfum sem viðkvæmust eru fyrir sveiflum eins og sjá mátti skýrt núna í covidinu með öllum þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Að halda áfram án breytinga þýðir að skipta samfélaginu í tvennt, þar sem einn hópur fær að njóta einhverja mestu lífsgæða sem finnast og annan hóp sem er að festast í tilveru með takmörkuðum tækifærum fyrir sig og komandi kynslóðir. Ef innflytjendur fá ekki tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, að komast áfram á sínum starfsferli, að læra íslensku og geta stutt börnin sín að njóta sín til fulls, þá tapa allir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Fjölmenningarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi. Það segir okkur svo margt. Það segir okkur að á Íslandi ríkir þjóðarsátt um samfélag með mannréttindi að leiðarljósi. Úr baráttu fyrir t.d. réttindum kvenna eða hinsegin fólks þá vitum við að jöfnuður og stuðningur við mannréttindi almennt er grundvöllur lýðræðis og velgengni í samfélaginu öllu. En við eigum enn eftir að læra betur hvernig nákvæmlega það sama á við um málefni innflytjenda. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í dómsmálaráðuneytinu og Framsókn í félags- og barnamálaráðuneytinu. Kjörtímabilið einkenndist af mannúðarleysi hins vegar og aðgerðarleysi annars vegar. Íslensku þjóðinni ofbauð oftar en einu sinni hvernig fjölskyldur með lítil börn eða ófrískar konur voru sendar úr landi, jafnvel gegn gildandi lagavernd fyrir þau. Nýjasta dæmi um óstjórn og hörku í þessum málaflokki er þegar dómsmálaráðherra skipaði staðgengil forstjóra og lengi starfandi forstjóra Útlendingastofnunar sem formann Kærunefndar útlendingamála. Nefnd sem á að vera eina von þeirra sem telja sig ekki hafa fengið lögmæta og sanngjarna meðferð hjá Útlendingastofnun verður stjórnað af manni sem bar ábyrgð á nákvæmlega þessari meðferð. Og hvað gerði félags- og barnamálaráðherra þegar minnsti mögulega gluggi var til að bjarga lífi ættingjum íslenskra ríkisborgara í Afganistan eða kvenna sem hafa í gegnum samstarf við Ísland lagt sitt að mörkum í kvennabaráttu þar og óttast nú um líf sitt? Hann setti málið í nefnd sem komst ekki að niðurstöðu fyrr en allar útgönguleiðir úr brennandi húsi voru að lokast. Allan þennan tíma var samt ekki tími að heyra í þeim sveitarfélögum sem gætu tekið á móti þessum fjölda. Sem varð reyndar aldrei neinn fjöldi. Af þeim 120 flóttamönnum sem átti að taka á móti tókst að ná í 30 úr bráðri lífshættu. Í skúffu ráðherrans liggur svo fullunnin framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda en gamla áætlunin rann út í fyrra. Ekkert bólar á henni þó að tækifærin að leggja hana fyrir þingið hafi verið til staðar. Framkvæmdaáætlun þessi, sem unnin var í góðu samráði við mjög marga hagaðila, snertir líf þeirra 50.000 innflytjenda sem hér búa. Engar af þessum fjölmörgum aðgerðum voru sem sagt samþykktar; til að stuðla að því að innflytjendur læri íslensku, til að verða hluti af samfélaginu eða fái að njóta menntunar sinnar til góðs. Árið 2020 var samþykkt þingsályktunartillaga frá Guðjóni Brjánssýni, þingmanni Samfylkingarinnar, um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en svo hefur ekki heyrst meir. Samfylkingin leggur hins vegar til skýrar aðgerðir og hefur verið með forystu í þessum málaflokki lengi og talað m.a. fyrir eftirfarandi áherslum: Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Íslenskukennsla þarf að vera ódýr eða gjaldfrjáls, aðgengileg og fjölbreytt og þarf að henta vinnandi fólki. Nemendur með annað móðurmál þurfa að fá fyrsta flokks íslenskukennslu og aukna aðstoð við móðurmálsnám en þar hefur Reykjavíkurborg undir forystu Samfylkingarinnar lengi dregið vagninn, nú síðast með 143 milljónum króna til viðbótar til málaflokksins. Tryggja fólki af erlendum uppruna með háskólamenntun að fá menntun sína metna á Íslandi og vinna gegn því að nemendur með annað móðurmál en íslensku fái ekki aðgang að háskólamenntun hér til jafns við aðra. Einnig má hér nefna að Samfylkingin styður fjölbreyttara atvinnulíf en hefur verið hér á landi þar sem fjöldi innflytjenda vinna í atvinnugreinum með lág laun og engin tengsl við íslenskt samfélag og er það mjög varhugaverð þróun. Í núverandi atvinnulífi haldast innflytjendur nefnilega aðallega í þeim láglaunastörfum sem viðkvæmust eru fyrir sveiflum eins og sjá mátti skýrt núna í covidinu með öllum þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Að halda áfram án breytinga þýðir að skipta samfélaginu í tvennt, þar sem einn hópur fær að njóta einhverja mestu lífsgæða sem finnast og annan hóp sem er að festast í tilveru með takmörkuðum tækifærum fyrir sig og komandi kynslóðir. Ef innflytjendur fá ekki tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, að komast áfram á sínum starfsferli, að læra íslensku og geta stutt börnin sín að njóta sín til fulls, þá tapa allir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Fjölmenningarráðs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun