Krafðist þess að ákvörðunin um Kolbein yrði dregin til baka Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2021 11:31 Kolbeinn Sigþórsson í landsleik gegn Rúmeníu fyrir ári síðan. Hann hefur leikið 64 A-landsleiki og skorað í þeim 26 mörk. vísir/vilhelm Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar krafðist þess að stjórn KSÍ afturkallaði þá ákvörðun sína að draga Kolbein út úr landsliðshópnum sem lék þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í byrjun mánaðarins. Kolbeinn kemur ekki til greina í næsta landsliðshóp. Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna. HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Stjórn KSÍ ákvað að Kolbeinn viki sæti í síðasta landsliðshópi, á örlagaríkum fundi sunnudaginn 29. ágúst. Fyrr á fundinum hafði Guðni Bergsson formaður sagt af sér og var hann því farinn af fundinum þegar mál Kolbeins var rætt. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. Í fundargerð á vef KSÍ, frá fundinum 29. ágúst, segir: „Stjórn KSÍ samþykkti að leikmaður A landsliðs karla (nafn leikmanns fært í trúnaðarbók) verði ekki með landsliði Íslands í komandi landsliðsglugga í ljósi upplýsinga sem fram hafa komið, stöðu mála og til að tryggja umgjörð komandi leikja og hnökralausa þátttöku Íslands í undankeppni HM. Þannig yrði skapað svigrúm til að fara betur yfir stöðu leikmannsins.“ Stjórn KSÍ fundaði aftur mánudaginn 30. ágúst þar sem hún ákvað að segja af sér og boða til aukaþings. Stjórnin fundaði svo ekki aftur fyrr en eftir landsleikina þrjá, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi, sem Kolbeinn missti af. Þarf ekki að taka ákvörðun vegna næstu landsleikja Á þeim fundi, fimmtudaginn 9. september, var lagt fram erindi lögmanns Kolbeins með kröfu um að ákvörðunin um að draga hann úr landsliðinu yrði afturkölluð. Utanaðkomandi lögmaður mætti á fundinn og fór yfir drög að svarbréfi, og stjórn KSÍ fól svo Gísla Gíslasyni, fyrsta varaformanni, að ganga frá endanlegu orðalagi þess með lögmanni KSÍ. Ekki kemur fram í fundargerð hvert svarið nákvæmlega var. Ekki kemur heldur fram hver lögmaðurinn sem sendi erindið til KSÍ er en Almar Þór Möller og Hörður Felix Harðarson gættu hagsmuna Kolbeins þegar málið kom upp á sínum tíma. Ljóst er að stjórn KSÍ mun ekki þurfa að taka ákvörðun um það hvort hún heimili Arnari Þór Viðarssyni að velja Kolbein í næstu viku, þegar næsti landsliðshópur verður tilkynntur. Kolbeinn er samkvæmt tilkynningu IFK Gautaborgar í gær á leið í aðgerð vegna meiðsla. Gautaborg ákvað að segja ekki upp samningi Kolbeins heldur styðja við bakið á honum í endurhæfingu vegna misgjörða sinna og vegna meiðslanna.
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Tengdar fréttir Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Gautaborg styður Kolbein og setur upp langtíma áætlun fyrir hann Gautaborg styður við bakið á Kolbeini Sigþórssyni og mun ekki segja samningi hans upp. 21. september 2021 16:28
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
Þórhildur lýsir kvöldinu afdrifaríka á B5: „Ég hef aldrei verið jafn hrædd um líf mitt“ Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem greindi frá ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að hún hafi óttast um líf sitt þegar Kolbeinn tók hana hálstaki á skemmtistaðnum B5. 16. september 2021 09:45