Erlent

Byggingar Mel­bour­ne skemmdust af völdum skjálfta

Atli Ísleifsson skrifar
Tveir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, upp á 4 og 3,1 stig.
Tveir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, upp á 4 og 3,1 stig. AP

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 5,9 stig reið yfir suðausturhluta Ástralíu í gærkvöldi og skemmdust byggingar í stórborginni Melbourne af hans völdum.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástrala, segir engar fregnir hafa borist af alvarlegum slysum á fólki og segir hann það mikinn létti enda fannst skjálftinn í stórum hluta landsins.

Tveir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, upp á 4 og 3,1 stig.

Skjálftinn er sá öflugasti í Ástralíu í áraraðir enda eru slík náttúrufyrirbrigði tiltölulega fátíð þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×