Viðskipti innlent

Ó­væntar sendingar frá Salómons­eyjum eru frá Ali Express

Þorgils Jónsson skrifar
Pósturinn skýrir óvæntar sendingar frá Salómónseyjum með því að þar séu sennilega sendingar frá Ali Express Kína.
Pósturinn skýrir óvæntar sendingar frá Salómónseyjum með því að þar séu sennilega sendingar frá Ali Express Kína.

Neytendur þurfa ekki að óttast þótt þeim berist tilkynning um óvæntar pakkasendingar frá Salómonseyjum. Þarna er ekkert vafasamt á ferðinni, heldur sendingar Ali Express frá Kína sem sendir eru gegnum Salómónseyjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.

„Pakkar frá Ali Express eru sendir í gegnum Salómonseyjar þar sem það er ódýrasta leiðin til Íslands. Ef einhverjir hafa keypt vöru á Ali Express á síðastliðnum 1-2 mánuðum eru allar líkur á að um sé að ræða pakkann sem viðkomandi pantaði,“ segir Kristín Inga Jónsdóttir, markaðsstjóri Póstsins.

Mikilvægt sé að bera saman sendinganúmer frá pöntuninni og tilkynningunni til að öruggt sé að um rétta sendingu sé að ræða.

„Ef viðkomandi hefur fengið tilkynningu um pakka frá Salómonseyjum en er ekki að bíða eftir pakka frá Ali er gott að hafa samband við þjónustuver Póstsins og við skoðum málið“, segir Kristín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×