Hvernig nær sjávarútvegur markmiðum í loftslagsmálum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 21. september 2021 12:15 Eins og búast mátti við eru loftslagsmál í brennidepli fyrir komandi kosningar. Vonum seinna kynni einhver að segja. Loftslagsmál tilheyra ekki einhverjum einum stjórnmálaflokki, þau eru þess eðlis. Verkefnið sem við blasir er þannig vaxið að á því verður að taka með einum eða öðrum hætti. Flestir eru væntanlega sammála um hvert markmiðið er; það þarf að draga úr áhrifum mannfólksins á umhverfi og loftslag. Hvaða leið ber að fara í þeim efnum kunna stjórnmálaflokkar að hafa mismunandi skoðun á. Eitt af því sem ekki verður horft fram hjá, er að allt samfélagið þarf að leggja hönd á plóg; hið opinbera, fyrirtæki og einstaklingar. Þá kemur til skoðunar hvort nota eigi boð og bönn, eða hvatningu og örvun. Sjálfsagt fer best á því að nota hvoru tveggja í einhverjum mæli. Þó er á ýmsum sviðum hægt að benda á skjótari árangur ef hvatning er í fyrirrúmi. Nefna má að stjórnvöld hafa með markvissum hætti stutt við þá sem vilja aka rafmagnsbifreið með því að stilla gjöldum vegna þeirra í hóf. Það er gott dæmi um vel heppnaða aðgerð sem byggist á hvatningu. 40% samdráttur Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna sínar kosningaáherslur. Á köflum virðist sem sumir kjósi að horfa fram hjá heildarmyndinni og leggja meiri áherslu á skammtíma aðgerðir, frekar en varanlegar, sem skila munu meiri árangri til lengri tíma. Hér má nefna gjaldtöku í sjávarútvegi, en óvíða greiðir sjávarútvegur hlutfallslega eins mikið í skatta og gjöld og á Íslandi. Í raun virðist sem svo að sumir stjórnmálaflokkar, sem segjast leggja mikla áherslu á loftslagsmál, taki sjávarútveg algjörlega út fyrir sviga í þessum efnum og boða stefnu sem gengur í raun þvert á hið mikilvæga markmið um að draga úr olíunotkun og minnka kolefnissporið. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar náð markverðum árangri í loftslagsmálum. Á undanförnum árum hefur sjávarútvegur notað helmingi minna af olíu en hann gerði á tíunda áratug síðustu aldar. Í samanburði við olíunotkun greinarinnar á fyrsta áratug þessarar aldar, nemur samdrátturinn 40%. Vissulega er olíunotkun háð framleiðslu á hverjum tíma, en almennt stækkar kolefnisspor atvinnugreina með auknum umsvifum. Það er með öðrum orðum vandasamt að draga úr áhrifum á umhverfi og um leið að tryggja áframhaldandi og nauðsynlega verðmætasköpun. Það þarf að skapa meiri verðmæti í dag en í gær, til þess að tryggja eftirsóknarverð lífsgæði. Í þessum efnum hefur vel tekist í sjávarútvegi. Dregið hefur verulega úr olíunotkun og kolefnissporið hefur minnkað, án þess að það hafi komið niður á framleiðslu. Þessu samspili verður að viðhalda, því ekki munum við lifa á loftinu einu saman. Afgerandi þáttur er kerfið Árangur sjávarútvegsfyrirtækja við að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Ber hér fyrst að nefna fjárfestingu í nýjum og stærri skipum, sem búa yfir nýrri tækni og eru sparneytnari en þau sem eldri eru. Eins hafa sterkari og stærri fiskistofnar, framfarir í veiðum og veiðarfærum, betra skipulag veiða og fækkun skipa dregið úr olíunotkun. Miklar fjárfestingar hafa jafnframt átt sér stað í fiskimjölsverksmiðjum, þar sem raforka hefur að mestu leiti komið í stað olíu. Grunnstefið í fiskveiðistjórnunarkerfinu er að tryggja að veiðiálag sé hóflegt og nýting sjálfbær. Tveir þættir hafa jafnframt verið ráðandi í því að tryggja sjálfbærni umfram hinn hefðbundna líffræðilega þátt. Þessir þættir eru varanleiki og öryggi aflaheimilda og frjálst framsal aflaheimilda. Fyrirjáanleiki og langtímahugsun hafa þannig verið fest í sessi. Það eru þessir eiginleikar kerfisins, fyrst og síðast, sem hafa stuðlað að blómlegum fjárfestingum og verðmætasköpun umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum, ásamt því að samhliða hefur verið dregið verulega úr olíunotkun. Af fyrrgreindu leiðir, að það er í raun innbyggður „grænn hvati“ í fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem margir stjórnmálaflokkar tala nú um í aðdraganda kosninga að brýnt sé að koma á í atvinnulífinu. Það er nefnilega þessi græni hvati, sem hefur skilað hinum eftirtektarverða árangri sjávarútvegs í umhverfismálum. Því kemur það nokkuð á óvart, að sumir stjórnmálaflokkar vilji umbylta kerfinu á sama tíma og þeir segjast vilja berjast gegn loftslagsvánni. Hér fara einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Þar að auki er það kerfið sjálft sem hefur verið undirstaða þess að íslenskur sjávarútvegur hefur getað staðist samkeppni á sama tíma og opinberar álögur og önnur gjöld á hann heima fyrir eru langt umfram það sem samkeppnisfyrirtæki í öðrum löndum bera. Það skýtur því enn frekar skökku við að þessir sömu flokkar og vilja umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu, vilja einnig leggja auknar álögur á sjávarútveg komist þeir til valda. Ábyrgð stjórnvalda er mikil Það er enn til mikils að vinna í íslenskum sjávarútvegi í baráttunni gegn loftslagsvánni. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru vel meðvituð um það og mörkuðu sér stefnu í samfélagsábyrgð í lok síðasta árs sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ekki er þó nóg að marka stefnu, það þarf að framkvæma. Það blasir við að fyrirtækin þurfa að ráðast í verulegar fjárfestingar til viðbótar, í skipum og öðrum búnaði, til að draga úr olíunotkun. Loftslagsvænar fjárfestingar eru heilt yfir dýrari og oft og tíðum áhættusamari fjárfestingar. Enn er til dæmis mikil óvissa um hvaða framtíðarorkugjafi verður nýttur á fiskiskip. Hér liggur ábyrgð stjórnvalda, enda eru það þau sem móta þá umgjörð sem getur stuðlað að áframhaldandi langtímahugsun og aukið mönnum þor til fjárfestinga. Af ofangreindu ætti það því að vera nokkuð ljóst að eitt rekst á annars horn hjá þeim flokkum sem ætla breyta verulega fiskveiðistjórnunarkerfinu eða hækka álögur enn frekar á sjávarútveg, á sama tíma og þeir ætla að berjast gegn loftslagsvánni. Það er varasamt að líta framhjá heildarsamhengi þessara hluta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Loftslagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Eins og búast mátti við eru loftslagsmál í brennidepli fyrir komandi kosningar. Vonum seinna kynni einhver að segja. Loftslagsmál tilheyra ekki einhverjum einum stjórnmálaflokki, þau eru þess eðlis. Verkefnið sem við blasir er þannig vaxið að á því verður að taka með einum eða öðrum hætti. Flestir eru væntanlega sammála um hvert markmiðið er; það þarf að draga úr áhrifum mannfólksins á umhverfi og loftslag. Hvaða leið ber að fara í þeim efnum kunna stjórnmálaflokkar að hafa mismunandi skoðun á. Eitt af því sem ekki verður horft fram hjá, er að allt samfélagið þarf að leggja hönd á plóg; hið opinbera, fyrirtæki og einstaklingar. Þá kemur til skoðunar hvort nota eigi boð og bönn, eða hvatningu og örvun. Sjálfsagt fer best á því að nota hvoru tveggja í einhverjum mæli. Þó er á ýmsum sviðum hægt að benda á skjótari árangur ef hvatning er í fyrirrúmi. Nefna má að stjórnvöld hafa með markvissum hætti stutt við þá sem vilja aka rafmagnsbifreið með því að stilla gjöldum vegna þeirra í hóf. Það er gott dæmi um vel heppnaða aðgerð sem byggist á hvatningu. 40% samdráttur Stjórnmálaflokkar keppast nú við að kynna sínar kosningaáherslur. Á köflum virðist sem sumir kjósi að horfa fram hjá heildarmyndinni og leggja meiri áherslu á skammtíma aðgerðir, frekar en varanlegar, sem skila munu meiri árangri til lengri tíma. Hér má nefna gjaldtöku í sjávarútvegi, en óvíða greiðir sjávarútvegur hlutfallslega eins mikið í skatta og gjöld og á Íslandi. Í raun virðist sem svo að sumir stjórnmálaflokkar, sem segjast leggja mikla áherslu á loftslagsmál, taki sjávarútveg algjörlega út fyrir sviga í þessum efnum og boða stefnu sem gengur í raun þvert á hið mikilvæga markmið um að draga úr olíunotkun og minnka kolefnissporið. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar náð markverðum árangri í loftslagsmálum. Á undanförnum árum hefur sjávarútvegur notað helmingi minna af olíu en hann gerði á tíunda áratug síðustu aldar. Í samanburði við olíunotkun greinarinnar á fyrsta áratug þessarar aldar, nemur samdrátturinn 40%. Vissulega er olíunotkun háð framleiðslu á hverjum tíma, en almennt stækkar kolefnisspor atvinnugreina með auknum umsvifum. Það er með öðrum orðum vandasamt að draga úr áhrifum á umhverfi og um leið að tryggja áframhaldandi og nauðsynlega verðmætasköpun. Það þarf að skapa meiri verðmæti í dag en í gær, til þess að tryggja eftirsóknarverð lífsgæði. Í þessum efnum hefur vel tekist í sjávarútvegi. Dregið hefur verulega úr olíunotkun og kolefnissporið hefur minnkað, án þess að það hafi komið niður á framleiðslu. Þessu samspili verður að viðhalda, því ekki munum við lifa á loftinu einu saman. Afgerandi þáttur er kerfið Árangur sjávarútvegsfyrirtækja við að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Ber hér fyrst að nefna fjárfestingu í nýjum og stærri skipum, sem búa yfir nýrri tækni og eru sparneytnari en þau sem eldri eru. Eins hafa sterkari og stærri fiskistofnar, framfarir í veiðum og veiðarfærum, betra skipulag veiða og fækkun skipa dregið úr olíunotkun. Miklar fjárfestingar hafa jafnframt átt sér stað í fiskimjölsverksmiðjum, þar sem raforka hefur að mestu leiti komið í stað olíu. Grunnstefið í fiskveiðistjórnunarkerfinu er að tryggja að veiðiálag sé hóflegt og nýting sjálfbær. Tveir þættir hafa jafnframt verið ráðandi í því að tryggja sjálfbærni umfram hinn hefðbundna líffræðilega þátt. Þessir þættir eru varanleiki og öryggi aflaheimilda og frjálst framsal aflaheimilda. Fyrirjáanleiki og langtímahugsun hafa þannig verið fest í sessi. Það eru þessir eiginleikar kerfisins, fyrst og síðast, sem hafa stuðlað að blómlegum fjárfestingum og verðmætasköpun umfram það sem þekkist í öðrum ríkjum, ásamt því að samhliða hefur verið dregið verulega úr olíunotkun. Af fyrrgreindu leiðir, að það er í raun innbyggður „grænn hvati“ í fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem margir stjórnmálaflokkar tala nú um í aðdraganda kosninga að brýnt sé að koma á í atvinnulífinu. Það er nefnilega þessi græni hvati, sem hefur skilað hinum eftirtektarverða árangri sjávarútvegs í umhverfismálum. Því kemur það nokkuð á óvart, að sumir stjórnmálaflokkar vilji umbylta kerfinu á sama tíma og þeir segjast vilja berjast gegn loftslagsvánni. Hér fara einfaldlega ekki saman hljóð og mynd. Þar að auki er það kerfið sjálft sem hefur verið undirstaða þess að íslenskur sjávarútvegur hefur getað staðist samkeppni á sama tíma og opinberar álögur og önnur gjöld á hann heima fyrir eru langt umfram það sem samkeppnisfyrirtæki í öðrum löndum bera. Það skýtur því enn frekar skökku við að þessir sömu flokkar og vilja umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu, vilja einnig leggja auknar álögur á sjávarútveg komist þeir til valda. Ábyrgð stjórnvalda er mikil Það er enn til mikils að vinna í íslenskum sjávarútvegi í baráttunni gegn loftslagsvánni. Fyrirtæki í sjávarútvegi eru vel meðvituð um það og mörkuðu sér stefnu í samfélagsábyrgð í lok síðasta árs sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ekki er þó nóg að marka stefnu, það þarf að framkvæma. Það blasir við að fyrirtækin þurfa að ráðast í verulegar fjárfestingar til viðbótar, í skipum og öðrum búnaði, til að draga úr olíunotkun. Loftslagsvænar fjárfestingar eru heilt yfir dýrari og oft og tíðum áhættusamari fjárfestingar. Enn er til dæmis mikil óvissa um hvaða framtíðarorkugjafi verður nýttur á fiskiskip. Hér liggur ábyrgð stjórnvalda, enda eru það þau sem móta þá umgjörð sem getur stuðlað að áframhaldandi langtímahugsun og aukið mönnum þor til fjárfestinga. Af ofangreindu ætti það því að vera nokkuð ljóst að eitt rekst á annars horn hjá þeim flokkum sem ætla breyta verulega fiskveiðistjórnunarkerfinu eða hækka álögur enn frekar á sjávarútveg, á sama tíma og þeir ætla að berjast gegn loftslagsvánni. Það er varasamt að líta framhjá heildarsamhengi þessara hluta. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun