Íslenski boltinn

Valgeir var búinn að bíða í yfir tvö þúsund mínútur eftir þessu marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgeir Valgeirsson er kominn á blað í Pepsi Max deildinni en markið sem hann skoraði í gær gæti verið eitt það mikilvægasta á tímabilinu.
Valgeir Valgeirsson er kominn á blað í Pepsi Max deildinni en markið sem hann skoraði í gær gæti verið eitt það mikilvægasta á tímabilinu. Vísir/Vilhelm

Valgeir Valgeirsson var búinn að bíða mjög lengi eftir marki þegar hann tryggði HK lífsnauðsynlegan sigur í Kórnum í gærkvöldi.

Valgeir skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu en með sigrinum þá komust HK-ingar upp úr fallsæti fyrir lokaumferðina.

Þetta var fyrsta mark Valgeirs í deild og bikar á tímabilinu en þetta var leikur númer 21 hjá honum. Hann var búinn að gefa eina stoðsendingu í Pepsi Max deildinni en markið lét bíða eftir sér.

Um leið var þetta fyrsta mark Valgeirs í Pepsi Max deildinni síðan 27. júlí 2020 eða í meira en 420 daga. Á þeim tíma hafði strákurinn spilað 26 deildarleiki í röð án þess að skora.

Valgeir var því búinn að spila í 2054 mínútur í deildinni síðan að hann skoraði tvívegis á móti Fylki á Würth vellinum fyrir næstum því fjórtán mánuðum síðan.

Valgeir skoraði sjö deildarmörk á fyrstu 1850 mínútunum í efstu deild eða mark á 264 mínútna fresti.

Hér fyrir neðan má sjá þetta mikilvæga og langþráða mark Valgeirs.

Klippa: Sigurmark Valgeirs á móti Stjörnunni

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×