Sjá fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna: „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2021 20:30 Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, og Bogi Nils, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm og Egill Utanríkisráðherra segir öllu muna að nú sjái loks fyrir endann á ferðabanni til Bandaríkjanna og Íslendingar geti ferðast þangað á ný. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að leyfa í nóvember bólusettum farþegum frá Schengen-svæðinu að koma aftur til landsins. Bannið hefur nú verið í gildi í eitt og hálft ár. „Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“ Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar gleðifréttir og við erum búin að vera að vinna að þessu mjög lengi. Við höfum notað hvert einasta tækifæri til þess að þrýsta á um að þessu banni verði aflétt og átt fjölmarga fundi með bandarískum ráðamönnum vegna þessa,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Ég tók þetta til dæmis upp með Blinken utanríkisráðherra þegar hann kom hingað. Þannig að í stuttu máli þýðir þetta að Íslendingar geta aftur ferðast til Bandaríkjanna sem er auðvitað mjög mikilvægt og mjög mikið af Íslendingum sem eiga erindi þangað eins og við þekkjum.“ „Þetta hefur verið mjög erfitt en sem betur fer hefur okkur orðið ágengt þegar kemur að námsmönnum eða fólki þarf að sækja sér lækninga. Sendiráðið hér í Reykjavík, það er að segja bandaríska sendiráðið, hefur gert hvað það getur til þess að liðka fyrir slíka hluti en það er stór munur á því þegar við ýta eftir slíkum málum og það að banninu sé aflétt. Þannig að þetta munar auðvitað öllu að við séum loksins að sjá fyrir endann á þessu banni,“ segir Guðlaugur Þór. Mikla þýðingu fyrir starfsemi Icelandair Afnám ferðabannsins hefur veruleg áhrif á flugfélög í Evrópu. Í ágúst flaug Icelandair tvö hundruð sinnum í hverri viku til Bandaríkjanna ferðirnar voru fjögur hundruð tveimur árum fyrr. Icelandair flýgur nú til níu áfangastaða í Bandaríkjunum. Fyrir tilkynninguna um afnám ferðabannsins var í skoðun að fækka áfangastöðunum en nú kemur til greina að fjölga þeim. „Ef þetta gengur eftir þá er þetta auðvitað mjög mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir okkar starfsemi. Því að okkar viðskiptalíkan gengur út á að vinna á þessum þremur mörkuðum. Til Íslands, frá Íslandi og um Ísland á milli Evrópu og Norður-Ameríku og núna í næstum því átján mánuði hefur sá markaður eiginlega verið lokaður fyrir okkur,“ segir Bogi Bils Bogason, forstjóri Icelandair. „Sá markaður hefur svona sögulega verið stærsti markaðurinn fyrir okkur. Þannig að ef þetta gengur eftir og Bandaríkin eru að opna fyrir okkur og aðra Evrópubúa sem að eru bólusettir þá skiptir það mjög miklu máli fyrir okkar starfsemi og er bara gríðarlega jákvætt skref.“
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. 20. september 2021 14:55