Kvótabraskkerfið kosningamál - enn einu sinni Atli Hermannsson skrifar 20. september 2021 18:01 Almenningi er talin trú um að kvótakerfið sé það besta og allur heimurinn horfi öfundaraugum til okkar. Flest okkar láta því duga að vera mötuð á rangfærslum frá sérhagsmuna aðilum sem stýra umræðunni. Þeir sem kafa aðeins dýpra sætta sig ekki við allar rangfærslurnar og því er kvótakerfið enn einu sinni orðið að kosningamáli. Fólk sættir sig t.d. ekki við að fáeinum fyrirtækjum sé færður einkaréttur að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar - sem þeir síðan fénýta sér í eiginhagsmuna skyni. Þá er almenningi einnig ætlað að trúa því að ein milljón tonn af fiski sé betra en tvær milljónir eins og stundum var fyrir daga kvótakerfisins. Þá bætir ekki úr skálk að reglulega stíga „sérfræðingar" fram og segja árangurinn einstakan á heimsvísu. Það sem er rétt í því er að við erum líklega nálægt toppnum þegar samdráttur í heildarafla er borinn saman við önnur lönd. Frá aldamótum er samdrátturinn t.d. rúmlega helmingi meiri hjá okkur en að meðaltali innan ríkja ESB. Er nema von að almenningur sé ruglaður þegar svona er í fisk-pottinn búið. Hagræðingin. Almenningur er einnig reglulega minntur á að ekki megi fórna hagræðingunni í greininni og að núverandi handhafar veiðiheimilda hafi keypt þær – og verði því ekki af þeim teknar. Þegar „kaupin“ eru skoðuð kemur í ljós að stórútgerðin eignfærði og afskrifaði öll kvótakaup hjá sér á árabilinu 1990 til 2003. Fyrstu fimm árin um 20% þá um15% og undir það síðasta um 8%. Kaupin voru dregin frá skatti og því hefur stórútgerðin í raun ekki greitt eina einustu raun-krónu fyrir kvótann - og á því ekki tilkall til bóta ákveði stjórnvöld að leigja þeim aflaheimildirnar. Því til viðbótar var stundum verið að kaupa bókfært tap sem þeir betur stæðu gátu nýtt sér. Flest kaupin og sameiningarnar voru einnig gerðar á áðurnefndu tímabili á aðeins broti af því verði sem heimildirnar eru metnar í dag – 1.200 milljarðar. Banki allra landsmanna. Við þetta má líka bæta að nær öll hagræðingin átti bæði upphaf sitt og endi innan veggja Landsbankans. Þar var t.d. starfsmaður sem útgerðarmenn kölluðu sín á milli „slátrarinn". Þegar fórna þurfti minni útgerð hringdi viðkomandi gjarnan í aðra stærri sem var innundir í bankanum og henni boðin viðkomandi útgerð á skuldabréfi til 15-20 ára - eða á kjörum sem öðrum stóð ekki til boða. Þannig fóru viðskiptin fram og gera enn. Í síðustu viku heyrðum við t.d. af því að dragnótarskipið Steinunn SH frá Ólafsvík hafi verið selt. Fimm eigendur stóðu að Steinunni og vildu þrír þeirra selja sinn hlut. Hinir tveir fóru því á fund hjá Landsbankanum og óskuðu eftir fyrirgreiðslu til að kaupa hlut hinna. Við því gat bankinn ekki orðið en fyrir „einstaka tilviljun" var hlutur hinna þriggja ásamt veiðiheimildum selt Fisk ehf. á Sauðarkrók. Makríllinn synti sömu leið. Almenningi er einnig oft talin trú um að stærstu útgerðirnar hafi orðið til vegna dugnaðar eigenda. Það má til sanns vegar færa, því margir þeirra hafa verið virkilega duglegir að koma sér í vænlega stöðu - vera réttur maður á réttum stað og hafa byggt upp gott tengslanet þegar ákveðnum verðmætum hefur verið úthlutað. Þegar makríllinn fór að gera vart við sig í kringum 2008-9 gerðu margir sér vonir um að tækifærið yrði notað til að gera ákveðnar breytingar á kerfinu. Að makríllinn yrði ekki færður fáeinum fyrirtækjum líkt og með aðra fiskstofna. Strax í maí mánuði 2015 varð sú von að engu þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi, Framsóknarflokki lagði fram frumvarp sem gerði ráð fyrir að öllum makríl yrði deilt út samkvæmt veiðireynslu - 96% til stóra flotans og 4% handa smábátum. Að gera betur við suma - en alls ekki aðra. Það sem vakti athygli mína var að í frumvarpinu stóð að hygla ætti ákveðnum útgerðum smábáta sérstaklega með 43% álagi umfram veiðireynslu. Þetta var rökstudd með þeim orðum að eigendur þeirra báta hafi „þróað þann veiðibúnað og þá veiðitækni sem notuð væri við veiðarnar og þeir sem á eftir komu nytu góðs af". Með þessum rökum ætlaði Sigurður Ingi, að koma auknum kvóta til nokkurra flokksgæðinga. Þetta var sérlega ósvífið því vitað var að búnaðurinn hafði verið í notkun í Noregi í mörg ár þar á undan. En á það var ekki hlustað - ákvæðið var ekki tekið út. Mikil og almenn óánægja var með makrílfrumvarp Sigurðar Inga; þar með talið hjá Landsambandi smábátaeigenda sem ekki vildi setja makrílinn í kvóta – að allir smábátar sætu við sama borð. Sigurður Ingi var að lokum gerður afturreka með frumvarpið - en ekki að baki dottinn. Hann breytti bara hausnum á frumvarpinu í einfalda reglugerð og þar með var makríllinn svo gott sem kominn í kvóta þó lagaheimildina sjálfa vantaði. Þetta leiddi einnig til þess að yfir 20 kvótahæstu smábátarnir gengu úr Landssambandi smábátaeigenda og stofnuðu sín eigin sérhagsmunasamtök, Félag Makrílveiðimanna. Annað og lítið breytt makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar leit svo dagsins ljós í maí 2019 eða réttum fjórum árum seinna. Það var lagt fram í skjóli nætur á nákvæmlega sama tíma og öll athygli þjóðarinnar snérist um þriðja orkupakkann. Frumvarpið fór því nokkuð átakalítið í gegnum Þingið nema hvað litlu sérhagsmunasamtökin - hörmuðu hlutinn sinn. Eftir því sem ég kemst næst, hafa allir í Félagi makrílveiðimanna nú þegar selt heimildir sínar til stórútgerðarinnar. Þar með talinn Unnsteinn Þráinsson, formaður félagsins sem seldi makrílkvótann af Sigga Bessa SF til Skinney Þinganes fyrir a.m.k. 72 milljónir króna. Kvótabrask-kerfi stjórnarflokkanna lifir því enn góðu lífi. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Almenningi er talin trú um að kvótakerfið sé það besta og allur heimurinn horfi öfundaraugum til okkar. Flest okkar láta því duga að vera mötuð á rangfærslum frá sérhagsmuna aðilum sem stýra umræðunni. Þeir sem kafa aðeins dýpra sætta sig ekki við allar rangfærslurnar og því er kvótakerfið enn einu sinni orðið að kosningamáli. Fólk sættir sig t.d. ekki við að fáeinum fyrirtækjum sé færður einkaréttur að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar - sem þeir síðan fénýta sér í eiginhagsmuna skyni. Þá er almenningi einnig ætlað að trúa því að ein milljón tonn af fiski sé betra en tvær milljónir eins og stundum var fyrir daga kvótakerfisins. Þá bætir ekki úr skálk að reglulega stíga „sérfræðingar" fram og segja árangurinn einstakan á heimsvísu. Það sem er rétt í því er að við erum líklega nálægt toppnum þegar samdráttur í heildarafla er borinn saman við önnur lönd. Frá aldamótum er samdrátturinn t.d. rúmlega helmingi meiri hjá okkur en að meðaltali innan ríkja ESB. Er nema von að almenningur sé ruglaður þegar svona er í fisk-pottinn búið. Hagræðingin. Almenningur er einnig reglulega minntur á að ekki megi fórna hagræðingunni í greininni og að núverandi handhafar veiðiheimilda hafi keypt þær – og verði því ekki af þeim teknar. Þegar „kaupin“ eru skoðuð kemur í ljós að stórútgerðin eignfærði og afskrifaði öll kvótakaup hjá sér á árabilinu 1990 til 2003. Fyrstu fimm árin um 20% þá um15% og undir það síðasta um 8%. Kaupin voru dregin frá skatti og því hefur stórútgerðin í raun ekki greitt eina einustu raun-krónu fyrir kvótann - og á því ekki tilkall til bóta ákveði stjórnvöld að leigja þeim aflaheimildirnar. Því til viðbótar var stundum verið að kaupa bókfært tap sem þeir betur stæðu gátu nýtt sér. Flest kaupin og sameiningarnar voru einnig gerðar á áðurnefndu tímabili á aðeins broti af því verði sem heimildirnar eru metnar í dag – 1.200 milljarðar. Banki allra landsmanna. Við þetta má líka bæta að nær öll hagræðingin átti bæði upphaf sitt og endi innan veggja Landsbankans. Þar var t.d. starfsmaður sem útgerðarmenn kölluðu sín á milli „slátrarinn". Þegar fórna þurfti minni útgerð hringdi viðkomandi gjarnan í aðra stærri sem var innundir í bankanum og henni boðin viðkomandi útgerð á skuldabréfi til 15-20 ára - eða á kjörum sem öðrum stóð ekki til boða. Þannig fóru viðskiptin fram og gera enn. Í síðustu viku heyrðum við t.d. af því að dragnótarskipið Steinunn SH frá Ólafsvík hafi verið selt. Fimm eigendur stóðu að Steinunni og vildu þrír þeirra selja sinn hlut. Hinir tveir fóru því á fund hjá Landsbankanum og óskuðu eftir fyrirgreiðslu til að kaupa hlut hinna. Við því gat bankinn ekki orðið en fyrir „einstaka tilviljun" var hlutur hinna þriggja ásamt veiðiheimildum selt Fisk ehf. á Sauðarkrók. Makríllinn synti sömu leið. Almenningi er einnig oft talin trú um að stærstu útgerðirnar hafi orðið til vegna dugnaðar eigenda. Það má til sanns vegar færa, því margir þeirra hafa verið virkilega duglegir að koma sér í vænlega stöðu - vera réttur maður á réttum stað og hafa byggt upp gott tengslanet þegar ákveðnum verðmætum hefur verið úthlutað. Þegar makríllinn fór að gera vart við sig í kringum 2008-9 gerðu margir sér vonir um að tækifærið yrði notað til að gera ákveðnar breytingar á kerfinu. Að makríllinn yrði ekki færður fáeinum fyrirtækjum líkt og með aðra fiskstofna. Strax í maí mánuði 2015 varð sú von að engu þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurður Ingi, Framsóknarflokki lagði fram frumvarp sem gerði ráð fyrir að öllum makríl yrði deilt út samkvæmt veiðireynslu - 96% til stóra flotans og 4% handa smábátum. Að gera betur við suma - en alls ekki aðra. Það sem vakti athygli mína var að í frumvarpinu stóð að hygla ætti ákveðnum útgerðum smábáta sérstaklega með 43% álagi umfram veiðireynslu. Þetta var rökstudd með þeim orðum að eigendur þeirra báta hafi „þróað þann veiðibúnað og þá veiðitækni sem notuð væri við veiðarnar og þeir sem á eftir komu nytu góðs af". Með þessum rökum ætlaði Sigurður Ingi, að koma auknum kvóta til nokkurra flokksgæðinga. Þetta var sérlega ósvífið því vitað var að búnaðurinn hafði verið í notkun í Noregi í mörg ár þar á undan. En á það var ekki hlustað - ákvæðið var ekki tekið út. Mikil og almenn óánægja var með makrílfrumvarp Sigurðar Inga; þar með talið hjá Landsambandi smábátaeigenda sem ekki vildi setja makrílinn í kvóta – að allir smábátar sætu við sama borð. Sigurður Ingi var að lokum gerður afturreka með frumvarpið - en ekki að baki dottinn. Hann breytti bara hausnum á frumvarpinu í einfalda reglugerð og þar með var makríllinn svo gott sem kominn í kvóta þó lagaheimildina sjálfa vantaði. Þetta leiddi einnig til þess að yfir 20 kvótahæstu smábátarnir gengu úr Landssambandi smábátaeigenda og stofnuðu sín eigin sérhagsmunasamtök, Félag Makrílveiðimanna. Annað og lítið breytt makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar leit svo dagsins ljós í maí 2019 eða réttum fjórum árum seinna. Það var lagt fram í skjóli nætur á nákvæmlega sama tíma og öll athygli þjóðarinnar snérist um þriðja orkupakkann. Frumvarpið fór því nokkuð átakalítið í gegnum Þingið nema hvað litlu sérhagsmunasamtökin - hörmuðu hlutinn sinn. Eftir því sem ég kemst næst, hafa allir í Félagi makrílveiðimanna nú þegar selt heimildir sínar til stórútgerðarinnar. Þar með talinn Unnsteinn Þráinsson, formaður félagsins sem seldi makrílkvótann af Sigga Bessa SF til Skinney Þinganes fyrir a.m.k. 72 milljónir króna. Kvótabrask-kerfi stjórnarflokkanna lifir því enn góðu lífi. Höfundur er hafnarvörður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun