Samfylkingin í sókn Logi Einarsson skrifar 20. september 2021 11:01 Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Logi Einarsson Samfylkingin Norðausturkjördæmi Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn. Þennan meðbyr finnum við í Samfylkingunni líka; markmið okkar um að mynda aðra og betri ríkisstjórn virðist í sjónmáli samkvæmt síðustu könnunum. Almenningur getur ekki búið við sömu ríkisstjórn fjögur ár til viðbótar: Áframhaldandi sérhagsmunagæslu, veiðigjöld sem eru lægri en tóbaksgjöld og skattastefnu sem hyglar ríkasta fólksins í samfélaginu. Stefnuleysi og vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Þúsundir barnafjölskyldna eiga ekki að þurfa að vera í basli um hver einustu mánaðamót og öryrkjar og stórir hópar eldra fólks eiga ekki að búa áfram við sömu sultarkjörin næstu fjögur árin. Við eigum ekki að sætta okkur við að þjóðarviljinn sé áfram virtur að vettugi í stórum málum og harðneskja sýnd í málefnum fólks á flótta. Nú er komið að almenningi. Dauðafæri til að breyta Góðu fréttirnar eru að við erum í dauðafæri að breyta þessu öllu. Við getum kosið aðgerðir fyrir venjulegt fólk í daglegu basli við að veita börnum sínum betra líf. Kosið að hækka barnabætur og lækka skattbyrði barnafólks, öryrkja og eldra fólks með því að klípa örlítið af allra auðugasta fólkinu í samfélaginu. Kosið að koma böndum á brjálaðan húsnæðismarkað svo allir geti eignast öruggt heimili. Kosið að stytta biðlista og aðrar umbætur í heilbrigðismálum. Kosið alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Allt þetta er hægt. Ef þú kýst. Það skiptir máli með hverjum þú stjórnar En þá verður þú að leggjast á árar með okkur og kjósa Samfylkinguna. Þá skiptir mestu máli fyrir hverja er stjórnað. Og þá skiptir máli með hverjum er stjórnað. Það er sögulegt tækifæri til að mynda trausta og öfluga ríkisstjórn, án Sjálfstæðisflokksins, sem setur fjölskyldur í forgang og ræðst í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Höfnum fjórum árum til viðbótar af aðgerðaleysi og kyrrstöðu. Kjósum betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir. Kjósum Samfylkinguna – jafnaðarmannaflokk Íslands. Höfundur er formaður Samfyllkingarinnar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar