Skattalækkanir sem nýtast öllum Birgir Ármannsson skrifar 20. september 2021 09:01 Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Birgir Ármannsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt. Mikilvægt er að hafa í huga að í alþjóðlegum samanburði er tekjujöfnuður óvíða meiri en hér á landi. Nýjustu fáanlegar tölur, hvort sem er frá evrópsku hagstofunni eða OECD, setja Ísland í eitt af efstu sætunum þegar horft er til þess hvar tekjur eru jafnastar. Þannig hefur það verið um langt skeið og engar vísbendingar hafa komið fram, sem benda til þess að sú staða hafi breyst. Undanfarin ár hefur Ísland verið í hópi þeirra fimm ríkja, sem búa við hvað mestan jöfnuð á mælikvarða þessara stofnana og kemur t.d. betur út en hin Norðurlöndin. Ágætt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um skattapólitík og verk síðustu ríkisstjórna á því sviði. Á undanförnu kjörtímabilum hefur tekjuskattur einstaklinga verið lækkaður umtalsvert og hafa breytingarnar meðal annars haft það markmið að lækka skatta millitekju- og láglaunafólks. Þetta var eitt af því sem ríkisstjórnin lagði fram til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði 2019, lífskjarasamningunum svonefndu, en stefnumörkunin er þó eldri. Sjálfstæðisflokkurinn lagði sérstaka áherslu á það í kosningabaráttunni 2017 að lækka neðra þrepið í tekjuskattskerfinu til þess að skattalækkanir nýttust helst þeim tekjulægstu og það markmið skilaði sér inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem mynduð var þá um haustið. Þessar skattalækkanir tóku svo gildi í tveimur áföngum í kjölfar lagabreytinga 2019 og þrátt fyrir að endanleg útfærsla hafi þegar upp var staðið orðið flóknari en við sjálfstæðismenn hefðum helst kosið er óumdeilt að markmiðið náðist. Fyrir kosningarnar á laugardaginn höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lagt áherslu á að halda áfram á sömu braut. Við teljum að áframhaldandi skattalækkanir á tekjur alls almennings séu áhrifarík leið til að bæta kjör fólksins í landinu. Við erum líka þeirrar skoðunar að skattalækkanir á atvinnurekstur séu mikilvægar til að skapa fyrirtækjunum svigrúm til að vaxa og dafna. Við vísum til þess árangurs sem við höfum náð á þessu sviði á undanförnum árum en erum sannfærð um að hægt sé að gera betur. Um leið andmælum við fjölbreyttum hugmyndum ýmissa stjórnmálaflokka um skattahækkanir, sem eru vísasta leiðin til að draga úr slagkrafti efnahagslífsins og hamla þeim vexti, sem við þurfum á að halda til að tryggja Íslendingum betri lífskjör á komandi árum. Höfundur er formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun