Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. september 2021 08:30 Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar