Handbolti

Hafdís: Get ekki sagt það nógu oft að ég elska að spila fyrir aftan þessar stelpur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís Renötudóttir kom aftur til Fram fyrir þetta tímabil og byrjar af krafti með Safamýrarliðinu.
Hafdís Renötudóttir kom aftur til Fram fyrir þetta tímabil og byrjar af krafti með Safamýrarliðinu. vísir/bára

Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, var að vonum sátt eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. Hafdís átti stórleik og varði 21 skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig.

„Ég er sjúklega sátt með þetta og ánægð með stelpurnar. Við hefðum getað gert betur og ættum að fagna aðeins meira þegar við vinnum en ég er samt sátt,“ sagði Hafdís við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni.

Frammarar voru lengi í gang en voru sterkari aðilinn síðustu tuttugu mínútur fyrri hálfleiks og byggðu þá upp gott forskot sem þær héldu út leikinn.

„Við náðum að spila okkar vörn betur en við gerðum fyrstu tíu mínúturnar. Við náðum að setja hann inn og það kom sjálfstraust í liðið,“ sagði Hafdís.

Fram skoraði bara níu mörk í seinni hálfleiknum en það kom ekki að sök.

„Vörnin er alltaf lykilinn og ég get ekki sagt það nógu oft að ég elska að spila fyrir aftan þessar stelpur. Við vinnum saman og þá kemur markvarslan,“ sagði Hafdís að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×