Amma mín og bensíndælan Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 14:31 Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Loftslagsmál Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar