Er fullreynt með fullveldið? Karl Gauti Hjaltason skrifar 19. september 2021 13:30 Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Karl Gauti Hjaltason Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum. Þvert á móti teljum við að sé einstaklingum veitt svigrúm, innan marka skynsamlegra reglna, þá verði til hagkvæmari og fjölbreyttari lausnir á mörgum vandamálum líðandi stundar. Kjarninn í stefnu Miðflokksins er virðing fyrir fullveldi landsins og frelsi einstaklinga. Til að tryggja þetta er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er unnt að draga úr álögum á almenning og minni fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og aukin verðmæti. Að standa í báða fætur En baráttan fyrir fullveldinu nær til fleiri þátta. Skilgreining og afmörkun lýðveldisins er kannski stærsta áskorunin. Hvernig við beitum fullveldinu í samskiptum við aðrar þjóðir. Formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hefur umfram aðra stjórnmálamenn sýnt í verki hve mikilvægt er að verja fullveldi landsins. Fyrst í Icesave-málinu, þegar aðrir guggnuðu stóð hann í báða fætur. Síðar, þegar kom að uppgjöri við kröfuhafa slitabúa bankana, stefnumörkun landsins gagnvart hinum nýju eigendum Íslands var hann réttur maður á réttum stað. Með skýrri stefnu og fullveldið að vopni lagði ríkisstjórn Sigmundar Davíðs grunn að fjárhagslegu frelsi þjóðarinnar á ný. Þess njóta landsmenn og ríkissjóður var nánast skuldlaus við útlönd þegar kórónuverufaraldurinn lagði nýjar áskoranir á okkur. Stöndum með fullveldi landsins Það er skylda okkar sem stöndum í stjórnmálabaráttu að gera grein fyrir stefnu okkar og hugsjónum. Við Miðflokksmenn leggjum þannig áherslu á sjálfstæði og fullveldi landsins út á við en fullveldishugsunin nær einnig til þess að einfalda regluverkið innanlands þannig að stofnanir ríkisins vinni fyrir borgara landsins en ekki öfugt. Einhver gæti sagt að þetta sé sjálfsögð og eðlileg krafa en það er því miður svo að margir í atvinnulífinu þurfa að verja stórum hluta tíma síns í að uppfylla tilgangslitlar kvaðir og sinna pappírsvinnu sem taka tíma frá verðmætaskapandi vinnu. Það er vegna þessara þátta sem við Miðflokksmenn tölum fyrir einföldun regluverks, ekki vegna þess að við ætlum að draga úr ábyrgð og skyldum atvinnulífsins heldur að gera því kleift að vaxa og styrkjast. Okkar stefna er að fyrir hverja eina nýja hamlandi reglugerð, eigi tvær að víkja. Höfundur er þingmaður og oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun