Heppni Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 18. september 2021 23:30 Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót. Fólk sem hefur það ágætt, hefur í sig og á og stendur skil á sínu er mögulega sátt við ríkjandi ástand. Kanske er það jafnvel hrætt við einhverjar breytingar sem gætu dregið úr lífsgæðum þess. Það vill jú halda áfram að hafa það ágætt og það er ósköp eðlilegt. Það er þó jafn þarft að hugsa til þess hvað verður ef breytingar verða á mánaðarlegri innkomu sem við öll reiðum okkur á; ef heilsan gefur sig eða slys ber að höndum. Þá tekur við tekjumissir sem umturnar lífi fólks. Kanske ertu svo heppin(n) að þetta mun aldrei henda þig en viljum við eiga allt okkar undir því? Lyfja- og lækniskostnaður reynist mörgum þungur baggi og sér í lagi þegar innkoman er einungis lágar örorkubætur. Slíkri stöðu fylgir mikil skerðing lífsgæða og fátæktin bíður álengdar. Það er vont að vera óheppin(n) og nógu erfitt er að fást við heilsuleysi að ekki fylgi honum einnig afkomukvíði. Hann getur nefnilega verið býsna stuttur slóðinn frá ágætu og næsta áhyggjulausu lífi til biðraðarinnar hjá matarúthlutun Fjölskylduhjálparinnar. Sósíalismi snýst um að smíða samfélag þar sem enginn á að þurfa að lifa við afkomukvíða enda hefur margsinnis verið sýnt fram á að það er nóg til handa öllum. Það þarf bara að ráðast í að leiðrétta ýmsan ójöfnuð sem hefur fengið að viðgangast allt of lengi. Sósíalistaflokkurinn hefur markað sér skýrar stefnur í öllum helstu málaflokkum með það fyrir augum að hér fái að þrífast velferðarsamfélag fyrir okkur öll en ekki einungis þau sem eru með góð spil á hendi. Enda er löngu sýnt að það er vitlaust gefið. Setjum X við J í stað þess að reiða okkur á heppni! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun