Handbolti

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans unnu stórsigur í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans unnu stórsigur í kvöld. EPA-EFE/ANNE-CHRISTINE POUJOULAT

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

PAUC tók frumkvæðið snemma leiks og fljótlega sást að það var frekar spurning um hversu stór sigurinn yrði heldur en hvort að Nancy myndi snúa taflinu við.

Þegar að flautað var til hálfleiks var höfðu Kristján og félagar skorað tuttugu mörk gegn ellefu mörkum Nancy og munurinn því níu mörk.

Seinni hálfleikurinn var heldur jafnari, en gestirnir í PAUC unnu hann bara með þremur mörkum. Lokatölur 26-38, og Kristján Örn og félagar byrjuðu því tímabilið á stórsigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×