Saga um glötuð tækifæri Jón Skafti Gestsson skrifar 16. september 2021 11:30 Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því flutningskerfi raforku ræður ekki við það. Þessi staða er grafalvarlegt mál fyrir Suðurnesjamenn sem verða af tækifærum til að auðga efnahagslífið og samfélagið með fjölbreyttara og kröftugra atvinnulífi. Bæjarstjóri Reykjanessbæjar staðfesti stöðuna í viðtali við RÚV sama dag. Við þessa frétt er rétt að staldra. Þrír fjórðu fyrirspurna til Landsnets um orkuafhendingu koma frá öðrum stöðum á landinu. Víðast hvar er staðan jafnslæm og á Suðurnesjum. Kerfið okkar er einfaldlega uppselt og hálfrar aldar gömul byggðalína veldur ekki því hlutverki sem henni er ætlað í gjörbreyttu samfélagi. Afleiðingin er að tækifæri til atvinnuþróunar tapast um land allt sem leiðir til stöðnunar og lægri launa almennings. Afhendingargeta í meginflutningskerfi Landsnets. Verulegar takmarkanir eru á raforkuafhendingu um nánast allt land. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála. Milljarðatekjur forgörðum Árin 2018-2021 hafa borist í heildina rúmlega 100 formlegar fyrirspurnir um tengingu frá framleiðendum, raforkumiðlurum og stórnotendum. Bæði er um að ræða fyrirspurnir vegna nýrrar starfsemi og frá starfandi fyrirtækjum sem vilja auka umsvif sín. Rúmlega helmingur fyrirspurnanna kemur frá stórnotendum en framleiðendur standa einnig fyrir stórum hluta fyrirspurnanna. Til viðbótar hafa borist fjölmargar óformlegar fyrirspurnir frá aðilum sem hætta við áform sín þegar þeim er gerð ljós staðan í raforkukerfinu. Mat á virði tapaðra tækifæra verður ávallt erfitt og því ágætt að styðjast við ólíkar sviðsmyndir. Ef stuðst er við bjartsýna sviðsmynd er það mat Landsnets að verkefnin að baki 25-30 þeirra fyrirspurna sem bárust gætu vel hafa raungerst ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Samanlögð aflþörf þessar verkefna nemur á bilinu 500-900 MW. Til samanburðar er aflþörf á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga um 650 MW. Töpuð tækifæri í orkusölunni einni saman nema því tugum milljarða króna, með milljarða arðsemi. Er þá ótalinn sá arður sem hlýst af starfsemi raforkukaupendanna og launaávinningur almennings af öflugra atvinnulífi. Sé miðað við hófsamari sviðsmynd er það mat Landsnets að sex áðurnefndra verkefna hefðu mjög líklega raungerst ef ekki hefði strandað á flutningskerfi Landsnets. Aflþörf þessara verkefna er samtals 150-200 MW. Það jafnast á við heildarumsvif gagnavera og árleg orkusala ein og sér af slíkum umsvifum væri líklegast á bilinu 4-6 milljarðar króna. Töpuð störf og lægri laun Orkunotkun fylgja störf, nánar tiltekið 1-1,5 störf á MW stórnotenda, og fleiri fyrir almenna notendur raforku. Hvort sem miðað er við bjartsýnni eða hófsamari tölurnar um töpuð tækifæri er ljóst að íslenskt samfélag hefur orðið af hundruðum starfa vegna takmarkana flutningskerfisins. Þessar takmarkanir leiða til lengri tíma til ójöfnuðar milli sveitarfélaga og landsvæða. Á árunum 1992-2016 þróaðist afhendingargeta flutningskerfisins ekki í samræmi við raforkunotkun með þeim afleiðingum að sífellt fleiri staðir á Íslandi geta ekki bætt við atvinnustarfsemi sem krefst raforku svo nokkru nemi. Þegar launaþróun almennings á tímabilinu er skoðuð kemur í ljós að laun almennings hækkuðu mun hægar í þeim sveitarfélögum og landssvæðum sem lengst höfðu búið við takmarkaða afhendingargetu. Vestmannaeyingar, Ísfirðingar og Seyðfirðingar hafa setið eftir í launaþróun vegna þessara takmarkana. Hið gagnstæða reyndist líka satt. Í þeim sveitarfélögum sem mest gátu aukið raforkunotkun sína á tímabilinu höfðu laun almennings hækkað mest. Vopnfirðingar nutu þess að geta margfaldað raforkunotkun sína á tímabilinu og þar hækkuðu laun almennings á föstu verðlagi um 73% samanborið við 29% á Seyðisfirði og 48% að meðaltali samkvæmt tölum Ríkisskattstjóra. Styrking flutningskerfisins þolir enga bið Fréttir undanfarinna daga af töpuðum tækifærum á Suðurnesjum opna vonandi augu fólks fyrir því að styrking orkuflutningskerfisins þolir ekki bið. Undanfarin ár hefur ítrekað komið í ljós að kerfið okkar stendur ekki undir eðlilegum kröfum. Langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar desemberóveðursins 2019 leiddi í ljós veikleika kerfisins á Norður- og Austurlandi. Nokkrum vikum síðar leiddi annað óveður til alvarlegs rafmagnsleysis á Suðurlandi. Við þetta bætast nú réttmætar áhyggjur Suðurnesjamanna af flutningskerfinu sem eiga í raun við um landið allt. Um árabil hafa atvinnutækifæri á landsbyggðinni takmarkast af ófullnægjandi innviðum en nú á það við um land allt. Því má heldur ekki gleyma að styrking flutningskerfisins er risastór forsenda í baráttunni við loftslagsvandann. Verði flutningsskerfi raforku ekki styrkt er tómt mál að tala um að Íslendingar geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Orkuskiptin munu stranda í flutningskerfi sem að megninu til er hálfrar aldar gamalt. Samfélög sem geta hvorki bætt við sig nýrri atvinnustarfsemi né farið í orkuskipti munu dragast aftur úr öðrum. Styrking flutningskerfisins um land allt þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í morgunfréttum Ríkisútvarpsins 13. september var greint frá því að fjórðungur fyrirspurna sem Landsnet fékk um orkuafhendingu síðastliðin ár hefðu komið frá Suðurnesjum. Í öllum tilvikum var óskum um tengingu hafnað því flutningskerfi raforku ræður ekki við það. Þessi staða er grafalvarlegt mál fyrir Suðurnesjamenn sem verða af tækifærum til að auðga efnahagslífið og samfélagið með fjölbreyttara og kröftugra atvinnulífi. Bæjarstjóri Reykjanessbæjar staðfesti stöðuna í viðtali við RÚV sama dag. Við þessa frétt er rétt að staldra. Þrír fjórðu fyrirspurna til Landsnets um orkuafhendingu koma frá öðrum stöðum á landinu. Víðast hvar er staðan jafnslæm og á Suðurnesjum. Kerfið okkar er einfaldlega uppselt og hálfrar aldar gömul byggðalína veldur ekki því hlutverki sem henni er ætlað í gjörbreyttu samfélagi. Afleiðingin er að tækifæri til atvinnuþróunar tapast um land allt sem leiðir til stöðnunar og lægri launa almennings. Afhendingargeta í meginflutningskerfi Landsnets. Verulegar takmarkanir eru á raforkuafhendingu um nánast allt land. Landsnet hefur lengi talað fyrir því að styrkja þurfi kerfið en hefur ekki orðið nægilega ágengt, meðal annars vegna ítrekaðra kærumála sem tefja framgang nauðsynlegra verkefna og stjórnsýslu sem virðir ekki reglur um afgreiðslutíma mála. Milljarðatekjur forgörðum Árin 2018-2021 hafa borist í heildina rúmlega 100 formlegar fyrirspurnir um tengingu frá framleiðendum, raforkumiðlurum og stórnotendum. Bæði er um að ræða fyrirspurnir vegna nýrrar starfsemi og frá starfandi fyrirtækjum sem vilja auka umsvif sín. Rúmlega helmingur fyrirspurnanna kemur frá stórnotendum en framleiðendur standa einnig fyrir stórum hluta fyrirspurnanna. Til viðbótar hafa borist fjölmargar óformlegar fyrirspurnir frá aðilum sem hætta við áform sín þegar þeim er gerð ljós staðan í raforkukerfinu. Mat á virði tapaðra tækifæra verður ávallt erfitt og því ágætt að styðjast við ólíkar sviðsmyndir. Ef stuðst er við bjartsýna sviðsmynd er það mat Landsnets að verkefnin að baki 25-30 þeirra fyrirspurna sem bárust gætu vel hafa raungerst ef flutningskerfi raforku væri sterkara. Samanlögð aflþörf þessar verkefna nemur á bilinu 500-900 MW. Til samanburðar er aflþörf á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga um 650 MW. Töpuð tækifæri í orkusölunni einni saman nema því tugum milljarða króna, með milljarða arðsemi. Er þá ótalinn sá arður sem hlýst af starfsemi raforkukaupendanna og launaávinningur almennings af öflugra atvinnulífi. Sé miðað við hófsamari sviðsmynd er það mat Landsnets að sex áðurnefndra verkefna hefðu mjög líklega raungerst ef ekki hefði strandað á flutningskerfi Landsnets. Aflþörf þessara verkefna er samtals 150-200 MW. Það jafnast á við heildarumsvif gagnavera og árleg orkusala ein og sér af slíkum umsvifum væri líklegast á bilinu 4-6 milljarðar króna. Töpuð störf og lægri laun Orkunotkun fylgja störf, nánar tiltekið 1-1,5 störf á MW stórnotenda, og fleiri fyrir almenna notendur raforku. Hvort sem miðað er við bjartsýnni eða hófsamari tölurnar um töpuð tækifæri er ljóst að íslenskt samfélag hefur orðið af hundruðum starfa vegna takmarkana flutningskerfisins. Þessar takmarkanir leiða til lengri tíma til ójöfnuðar milli sveitarfélaga og landsvæða. Á árunum 1992-2016 þróaðist afhendingargeta flutningskerfisins ekki í samræmi við raforkunotkun með þeim afleiðingum að sífellt fleiri staðir á Íslandi geta ekki bætt við atvinnustarfsemi sem krefst raforku svo nokkru nemi. Þegar launaþróun almennings á tímabilinu er skoðuð kemur í ljós að laun almennings hækkuðu mun hægar í þeim sveitarfélögum og landssvæðum sem lengst höfðu búið við takmarkaða afhendingargetu. Vestmannaeyingar, Ísfirðingar og Seyðfirðingar hafa setið eftir í launaþróun vegna þessara takmarkana. Hið gagnstæða reyndist líka satt. Í þeim sveitarfélögum sem mest gátu aukið raforkunotkun sína á tímabilinu höfðu laun almennings hækkað mest. Vopnfirðingar nutu þess að geta margfaldað raforkunotkun sína á tímabilinu og þar hækkuðu laun almennings á föstu verðlagi um 73% samanborið við 29% á Seyðisfirði og 48% að meðaltali samkvæmt tölum Ríkisskattstjóra. Styrking flutningskerfisins þolir enga bið Fréttir undanfarinna daga af töpuðum tækifærum á Suðurnesjum opna vonandi augu fólks fyrir því að styrking orkuflutningskerfisins þolir ekki bið. Undanfarin ár hefur ítrekað komið í ljós að kerfið okkar stendur ekki undir eðlilegum kröfum. Langvarandi rafmagnsleysi í kjölfar desemberóveðursins 2019 leiddi í ljós veikleika kerfisins á Norður- og Austurlandi. Nokkrum vikum síðar leiddi annað óveður til alvarlegs rafmagnsleysis á Suðurlandi. Við þetta bætast nú réttmætar áhyggjur Suðurnesjamanna af flutningskerfinu sem eiga í raun við um landið allt. Um árabil hafa atvinnutækifæri á landsbyggðinni takmarkast af ófullnægjandi innviðum en nú á það við um land allt. Því má heldur ekki gleyma að styrking flutningskerfisins er risastór forsenda í baráttunni við loftslagsvandann. Verði flutningsskerfi raforku ekki styrkt er tómt mál að tala um að Íslendingar geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Orkuskiptin munu stranda í flutningskerfi sem að megninu til er hálfrar aldar gamalt. Samfélög sem geta hvorki bætt við sig nýrri atvinnustarfsemi né farið í orkuskipti munu dragast aftur úr öðrum. Styrking flutningskerfisins um land allt þolir enga bið. Höfundur er sérfræðingur á fjármálasviði Landsnets.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun