Þjóðargjafir fyrir útvalda Gunnlaugur Stefánsson skrifar 15. september 2021 13:30 Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna þrjá áratugi hafa flestar gjafir þjóðarinnar lent hjá vildarvinum. Fyrst voru fiskimiðin afhent svokölluðum „kvótahöfum” – ókeypis. Og nýbúið er að afhenda norskum auðfyrirtækjum bæði Vestfirði og Austfirði, líka ókeypis. Var ekki nóg að gefa SR-mjöl, Kögun, Þormóð ramma, Aðalverktaka, Símann, Landsbankann og Búnaðarbankann svo að einhverjir séu nefndir? Hvar er andvirði þessara gjafa þjóðarinnar? Átti ekki að byggja nýja Landsspítalann fyrir andvirði Símans? Síðasta dæmi þjóðargjafa er fiskikvótinn. Þar fór þorsktonnið í þessum mánuði á 5 milljónir í sölu á milli innlendra fyrirtækja, bara kvótinn frá þjóðinni. Enn óskiljanlegri er sú háttsemi að afhenda ókeypis norskum auðrisum og íslenskum umboðsmönnum þeirra Vestfirði og Austfirði til að ala norskan lax í opnum sjókvíum með hrikalegum afleiðingum fyrir náttúruna. Allt í boði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarrflokksins. Fyrir þau 80.000 tonn af norskum framandi eldislaxi í opnum sjókvíum, sem leyfi hafa nú þegar verið gefin fyrir á Vestfjörðum og Austfjörðum, hefðu norsku auðrisarnir þurft að borga í Noregi 200 milljarða fyrirfram. Hér tíma þeir tæpast að borga hafnargjöld til Vesturbyggðar. Núverandi ríkisstjórn hefur fært norskum auðfyrirtækjum þjóðargjöf upp á 200 milljarða um leið og villtum íslenskum laxastofnum verður eytt á nokkrum árum, sömu örlög og laxastofnarnir í Noregi hljóta nú. Enginn veltir fyrir sér, að líklega er þessi ríkisstuðningur ólöglegur samkvæmt evrópskum reglum. Erlendir gestir sem frétta af íslenskri umgengni við sjókvíaeldið eru furðu lostnir og spyrja hvort forráðamenn landsins varði ekkert um náttúruna, svo ekki sé minnst á orðspor sitt. Nýlegt dæmi um náttúruspjöllin er stórslys í Arnarfirði, þar sem 2x2 m gat uppgötvaðist á sjókví með 120.000 smálöxum. Enginn veit hversu margir þeirra nýttu sér frelsið og verður aldrei vitað. Viðkomandi eftirlitsstofnanir virðast algjörlega meðvirkar og hafa til þessa gert sem minnst úr skakkaföllum í eldinu, t.d. fiskdauða, heimilað eiturlosun í opinn sjó til að reyna að hemja lúsafárið og gera lítið úr afskræmingu eldisfiska sem nýlegar myndir úr sjókvíum á Vestfjörðum staðfesta. Sjókvíaeldisfyrirtækin hika ekki við að lýsa sóðaskapnum sem „sjálfbærum og vistvænum”. Ekki er minnst á þá staðreynd að 80.000 tonn af eldi er leyft að losa saur, fóðurleifar og rotnandi fisk árlega í opinn sjó Vestfjarða og Austfjarða sem jafngildir skolpi frá 1,4 milljón manna byggð. Þetta blasir líka við í opnum kvíum í Noregi. En þar í landi er nóg komið, og fiskeldisfyrirtækin hrósa sér þar af því að setja stefnuna á land-og aflandseldi og segja fullum fetum að opið sjókvíaeldi sé ekki boðlegt umhverfisvernd nútímans. En á Íslandi gildir allt annað. Láta kjósendur bjóða sér hvað sem er á pallborði stjórnmálanna? Höfundur er fyrrverandi alþingismaður Alþýðuflokksins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun