Hvers vegna ekki Miðflokk? Þór Saari skrifar 15. september 2021 15:00 Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn er skrýtinn skepna og á að sjálfsögðu ekkert erindi í stjórnmál, enda hugarfóstur reiðs manns sem fylltist bræði þegar upp komst um að hann ætti leynireikninga í skattaskjóli þegar hann var forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Allt það leikrit sem fór í gang í kjölfar þess að Sigmundur Davíð rauk til Bessastaða til að fá áframhaldandi stjórnarumboð, en var vísað á dyr, til hans ömurlegu uppákomu þegar Framsóknarflokkurinn hafnaði honum, sýnir skýrt að þarna fer maður sem skeytir ekki um neitt nema sjálfan sig. Ótrúlega ruglingslegur ferill hans sem forsætisráðherra, þegar hann var með sérstakan aðstoðarmann í fullu starfi við að útskýra hvað hann meinti með öllu bullinu, eða réttara sagt hvað hann hefði ætlað að segja, var út í gegn pínlegt og ekki sæmandi nokkrum manni, hvað þá forsætisráðherra. Meintur björgunarleiðangur hans til heimilanna í landinu var einnig misheppnaður, þar sem hann var að mestu fjármagnaður af skattborgurum landsins, sama fólkinu og hann sagðist vera að hjálpa. Miðflokkurinn hefur líka verið á línu útlendingaandúðar og rær þar á mið með þann lægsta samnefnara sem til er þegar kemur að samfélagsmálum. Fræg er líka uppákoman á Klausturbar, þegar þingmenn flokksins gerðust sekir um slíka fyrirlitningu á kvenkyns vinnufélögum á Alþingi sem og almenna kvenfyrirlitningu að slíkt var algerlega fáheyrt. Einn af þeim sem viðhafði hvað viðurstyggilegustu orðin í þeim fagnaði er nú í efsta sæti Miðflokksins í Norðvestur kjördæmi í komandi Alþingiskosningum, og er þar með ráðherraefni hans. Sjálfur stendur Miðflokkurinn ekki fyrir neitt, eins og sjá má í stefnu hans sem er samsuða um eitthvað endalaust bull sem ekki er hægt að fá nokkurn botn í. Enda líklega ekki ætlunin, þar sem framboðið snýst fyrst og fremst um að koma formanninum á öruggan stað þar sem hann gæti kannski orðið föðurbetrungur í braski með eigur samfélagsins. Vissulega eru til góðir Miðflokksmenn og ber þar að geta hóps þeirra sem stýrir nú að miklu leiti sveitarfélaginu Árborg og hafa staðið sig vel. En það að stýra sveitarfélagi, vinnu sem krefst engrar hugmyndafræði, er allt annað mál en að stýra landi. Í landsmálunum á Miðflokkurinn og formaðurinn bara ekkert erindi og yrði líklega bara enn ein afætan í því þjófræði sem Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með, hafi hann tækifæri til. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar